Fara í efni

Hraun II 146824 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1511182

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 279. fundur - 04.12.2015

Guðrún Björk Pétursdóttir kt 120250-5909, fh Gáseyrarinnar ehf. Kt 670605-1750 og Guðmundur Viðar Pétursson kt. 270857-3379 þinglýstir eigendur jarðanna Hraun I (landnr. 146818) og Hraun II (landnr. 146824), sækja um leyfi til stofna lóð úr óskiptu landi jarðanna samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7523, dags. 10. nóvember 2015. Á lóðinni stendur gamalt íbúðarhús, í dag skráð geymsla með matsnúmerið 214-4044. Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 279. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.