Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

275. fundur 29. júlí 2015 kl. 08:30 - 09:40 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gönguskarðsárvirkjun,aðrennslispípa Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1507165Vakta málsnúmer

Auðunn S. Guðmundsson kt 170871-5459 sækir fh Gönguskarðsár ehf kt. 650106-1130 um framkvæmdaleyfi vegna lagningar aðrennslispípu Gönguskarðsárvirkjunar frá Gönguskarðsárstíflu að fyrirhuguðu stöðvarhúsi. Framlagðir uppdrættir unnir á Verkís verkfræðistofu undirritaðir af Pálma R. Pálmasyni kt 310140-4149. Uppdrættir mótteknir hjá skipulags- og byggingarfulltrúa 24. júlí sl. Erindið samþykkt.

2.Ríp 2 146396 - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1507051Vakta málsnúmer

Birgir Þórðarson kt. 070660- 5479 eigandi jarðarinnar Ríp II, (landnr. 146396) sækir um leyfi fyrir byggingarreit fyrir frístundahúsi á jörðinni. Framlagður yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7564, nr S 01, dagsettur 1. júlí 2015. Erindið samþykkt. Hildur Þóra vék af fundi við afgreiðslu þessa mál.

3.Varmahlíð 146131 - Fyrirspurn vegna áforma um viðbyggingu við Hótel Varmahlíð

Málsnúmer 1412052Vakta málsnúmer

Páll Dagbjartsson fh. Gestagangs ehf, sem á og rekur Hótel Varmahlíð, leggur fyrir skipulags- og byggingarnefnd eftirfarandi uppbyggingaráform varðandi stækkun Hótels Varmahlíðar. A) rífa gamla viðbyggingu norðan núverandi matsalar og byggja þar herbergisálmu á tveim hæðum. B) byggja nýjan veitingastað til suðurs og breyta núverandi matsal C) byggja hæð ofan á álmuna þar sem matsalurinn er í dag. Meðfylgjandi erindinu er skýringaruppdráttur með afstöðumynd sem gerir grein fyrir þessum áformum gerður af Björgvin Helgasyni arkitekt hjá Apparat ehf arkitektastofu Ármúla 24 Reykjavík. Gögn móttekin hjá byggingarfulltrúa 4 desember sl. Skipulags og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum 8 desember sl að taka lóðina til skipulagslegrar meðferðar. Erindi Gestagangs ehf var sent landeiganda, Varmahlíðarstjórn kt 580288-2519 til umsagnar. Þann 15. júlí sl barst svarbréf Varmahlíðarstjórnar og liggur það fyrir fundinum. Samþykkt að fá forsvarsmenn Gestagangs til fundar við skipulags- og byggingarnefnd.

4.Varmahlíð-Fjörður ehf umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1507133Vakta málsnúmer

Sveinn Árnason á Víðimel sækir fh. Fjarðar ehf kt.521203-3660 um leyfi til að geyma átta vinnubúðaeiningar fyrirtækisins á landi sveitarfélagsins sunnan lóðarinnar Varmahlíð iðnaðarsvæði 146141. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir staðsetningu gámaeininganna. Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs til 1 ágúst 2016.

5.Helluland lóð (216965)Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1507138Vakta málsnúmer

Sigurjón J Gestsson kt. 080744-3079 eigandi landsins Helluland lóð (landnr. 216965) Hegranesi Skagafirði, sækir um leyfi fyrir byggingarreit fyrir frístundahús á lóðinni. Framlagður yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7743, nr. S01, dagsettur 20. júlí 2015. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 9

Málsnúmer 1506005FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 9. fundur, haldinn 19. júní 2015 lagður fram til kynningar.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 10

Málsnúmer 1506016FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 10. fundur, haldinn 3. júlí 2015 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.