Fara í efni

Varmahlíð 146131 - Fyrirspurn vegna áforma um viðbyggingu við Hótel Varmahlíð

Málsnúmer 1412052

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 266. fundur - 08.12.2014

Páll Dagbjartsson fh. Gestagangs ehf, sem á og rekur Hótel Varmahlíð, leggur fyrir skipulags- og byggingarnefnd eftirfarandi uppbyggingaráform varðandi stækkun Hótels Varmahlíðar. A) rífa gamla viðbyggingu norðan núverandi matsalar og byggja þar herbergisálmu á tveim hæðum. B) byggja nýjan veitingastað til suðurs og breyta núverandi matsal C) byggja hæð ofan á álmuna þar sem matsalurinn er í dag. Meðfylgjandi erindinu er skýringaruppdráttur með afstöðumynd sem gerir grein fyrir þessum áformum gerður af Björgvin Helgasyni arkitekt hjá Apparat ehf arkitektastofu Ármúla 24 Reykjavík. Gögn móttekin hjá byggingarfulltrúa 4 desember sl. Skipulags og byggingarnefnd samþykkti að taka lóðina til skipulagslegrar meðferðar. Erindið sent landeiganda, Varmahlíðarstjórn kt 580288-2519 til umsagnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 267. fundur - 21.01.2015

Í samræmi við bókun Skipulags- og byggingarnefndar frá 8. desember sl. og samþykkt sveitastjórnar frá 16. desember sl. var erindi Páll Dagbjartsson fh. Gestagangs ehf., varðandi stækkun Hótels Varmahlíðar sent landeiganda, Varmahlíðarstjórn kt 580288-2519 til umsagnar. Varmahlíðarstjórn óskaði eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi kæmi á fund stjórnarinnar og færi yfir erindið. Sá fundur fór fram 14. janúar sl.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015

Afgreiðsla 267. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 323. fundi sveitarstjórnar 28. janúar 2015 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 275. fundur - 29.07.2015

Páll Dagbjartsson fh. Gestagangs ehf, sem á og rekur Hótel Varmahlíð, leggur fyrir skipulags- og byggingarnefnd eftirfarandi uppbyggingaráform varðandi stækkun Hótels Varmahlíðar. A) rífa gamla viðbyggingu norðan núverandi matsalar og byggja þar herbergisálmu á tveim hæðum. B) byggja nýjan veitingastað til suðurs og breyta núverandi matsal C) byggja hæð ofan á álmuna þar sem matsalurinn er í dag. Meðfylgjandi erindinu er skýringaruppdráttur með afstöðumynd sem gerir grein fyrir þessum áformum gerður af Björgvin Helgasyni arkitekt hjá Apparat ehf arkitektastofu Ármúla 24 Reykjavík. Gögn móttekin hjá byggingarfulltrúa 4 desember sl. Skipulags og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum 8 desember sl að taka lóðina til skipulagslegrar meðferðar. Erindi Gestagangs ehf var sent landeiganda, Varmahlíðarstjórn kt 580288-2519 til umsagnar. Þann 15. júlí sl barst svarbréf Varmahlíðarstjórnar og liggur það fyrir fundinum. Samþykkt að fá forsvarsmenn Gestagangs til fundar við skipulags- og byggingarnefnd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 330. fundur - 19.08.2015

Afgreiðsla 275. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 330. fundi sveitarstjórnar 19. ágúst 2015 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 277. fundur - 21.10.2015

Á fundinn kom Svanhildur Pálsdóttir frá Gestagangi ehf til viðræðna við nefndina. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar lóðarhafa, Gestagangi ehf, að vinna á sinn kostnað, nýja tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina og leggja fyrir skipulags- og byggingarnefnd til umfjöllunar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015

Afgreiðsla 277. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.