Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

249. fundur 06. nóvember 2013 kl. 09:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskrá - samþykkt um gatnagerðargjald ofl.

Málsnúmer 1310340Vakta málsnúmer

Lögð fram breyting á samþykkt um gjaldskrá um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingaleyfis- og þjónustugjöld í sveitarféalginu Skagafirði frá 29. Janúar 2009. Breytingin miðar fyrst og fremst að því að aðlaga samþykktirnar að nýju lagaumhverfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir áorðnar breytingar og vísar málinu til byggðarráðs.

2.Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarnefndar vegna 2014

Málsnúmer 1310341Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsrammi frá stjórnsýslusviði vegna liðar 09 skipulags- og byggingarmál. Niðurstöður rammans fyrir 09 liðinn eru tekjur kr 2.155 þúsund og útgjöld 46.860 þúsund. Niðurstaða rammans er 44.705 þúsund. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna áætlun fyrir næsta fund.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Meyjarland lóð (188621.

Málsnúmer 1310333Vakta málsnúmer

Jón Pálmason kt. 031157-8389 sækir fyrir hönd Skotfélagsins Ósmann kt. 500791-2099, um heimild skipulags- og byggingarfulltrúa til að fjarlægja hús af lóð Árskóla við Freyjugötu 25, landnr. 143369. Húsið sem um ræðir hefur félagið keypt af sveitarfélaginu en það hefur verið nýtt sem skólastofa og hefur fastanúmerið 223-3897. Sótt er um að flytja húsið á lóð félagsins, Meyjarland lóð landnr. 188621 og að þar verði húsið skráð aðstöðuhús. Framlögð gögn unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, afstöðumynd S-03, dagsett 24.10.2013, unnin af Sólveig Olgu Sigurðardóttir, aðaluppdráttur A-100, dagsettur 31.10.2013, unnin af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni. Gögnin eru í verki númer 712501. Erindi samþykkt

4.Laugarhvammur lóð 9 172591 - Umsókn um nafnleyfi.

Málsnúmer 1310339Vakta málsnúmer

Umsókn um nafnleyfi. Hulda Garðarsdóttir kt. 0905432109 og Erling Jóhannesson kt. 2710437169, þinglýstir eigendur Laugarhvammur lóð nr 9, landnúmer 172591 í Skagafirði óska heimildar skipulags- og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að nefna lóðina og frístundahúsið sem á henni stendur Steindyr. Erindið samþykkt.

5.Aðalgata 25A - Beiðni um lóðarsamning

Málsnúmer 1310233Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi Garðars Briem fh. RARIK ohf. Þar sem hann óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur við RARIK um lóðina númer 25a við Aðalgötu, landnúmer 143135. Lóðin er skráð í Fasteignaskrá Þjóðskrár en ekki liggur fyrir þinglýstur leigusamningur um lóðina. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að ganga frá lóðarleigusamningi við RARIK ohf. á grundvelli yfirlýsingar og lóðarblaðs um lóðina sem dagsett er 12.11.1987. Skipting lóðarinnar númer 25 við Aðalgötu var samþykkt í byggingarnefnd Sauðárkróks 06.06.1979, og staðfest af bæjarstjórn 28.10.1980.

6.Samráðsfundur Mannvirkjastofnunar og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1309385Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir samráðsfundi Mannvirkjastofnunar og byggingarfulltrúa sem haldinn var í Reykjavík dagana 17. og 18. október sl.

7.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1311013Vakta málsnúmer

Kynnt bréf dagsett 30.10.2013 frá Mannvirkjastofnun til sveitarstjórnar og varðar gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa. Með því vill Mannvirkjastofnun vekja athygli sveitarstjórna á ákvæði í Mannvirkjalögum 160/2010 um faggildingu eftirlitsaðila í byggingariðnaði.

8.Öldustígur 2 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1310165Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Jóns Kolbeins Jónssonar kt. 200586-3799 og Jóhönnu Ey Harðardóttur kt. 120188-3569, dagsett 9. ágúst 2013. Umsókn um leyfi til að breyta útliti, innangerð og lagnakerfi parhúss með fastanúmerið 213-2513 sem stendur á lóð nr. 2 við Öldustíg á Sauðárkróki. Byggingarleyfi veitt 31. október 2013

Fundi slitið.