Fara í efni

Gjaldskrá - samþykkt um gatnagerðargjald ofl.

Málsnúmer 1310340

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 249. fundur - 06.11.2013

Lögð fram breyting á samþykkt um gjaldskrá um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingaleyfis- og þjónustugjöld í sveitarféalginu Skagafirði frá 29. Janúar 2009. Breytingin miðar fyrst og fremst að því að aðlaga samþykktirnar að nýju lagaumhverfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir áorðnar breytingar og vísar málinu til byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 644. fundur - 28.11.2013

Erindinu vísað frá 249. fundi skipulags- og bygginganefndar. Lögð fram breyting á samþykkt um gjaldskrá um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingaleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði frá 29. janúar 2009. Breytingin miðar fyrst og fremst að því að aðlaga samþykktirnar að nýju lagaumhverfi.

Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingaleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði.

I. KAFLI
Almennt

1.gr.
Almenn heimild til álagningar.
Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í þéttbýli í sveitarfélaginu Skagafirði skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt samþykkt þessari, sbr. 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Einnig skal greiða vegna sömu framkvæmda tengigjald holræsa skv. lögum um hollustuhætti og mengunar varnir nr. 7/1998. Byggingarleyfisgjald, afgreiðslu- og þjónustugjöld skal greiða samkvæmt samþykkt þessari í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu eru lögð á skv heimild í 20. gr skipulagslaga nr. 123/2010

Fjárhæðir í samþykkt þessari taka breytingum 1. dag janúar mánaðar hvers árs í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins. Grunnvísitalan í nóvember 2013 er 119,0 stig. Byggingarkostnaður vísitöluhússins 185.963 kr/m??

II. KAFLI
Gatnagerðargjald

2.gr.
Ráðstöfun gatnagerðargjalds

Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu og viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja.

3.gr.
Gjaldstofn gatnagerðargjalds
Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð. Gjaldstofninn er ákveðinn á eftirfarandi hátt:

a. Þegar sveitarfélagið úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð er gatnagerðargjald lagt á í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

b. Þegar gatnagerðargjald verður ekki lagt á skv. a-lið, eða ef byggingarleyfi er veitt fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, er við útgáfu byggingarleyfis lagt á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.
Við álagningu skv. b-lið 2. mgr. skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum uppdráttum og ÍST 50.

4. gr.
Útreikningur gatnagerðargjalds.
Af hverjum brúttófermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Allar fjárhæðir í þessari samþykkt taka breytingum 1. dag janúarmánaðar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins. Gjald skal tilgreint í heilum krónum.

Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

1. Einbýlishús með eða án bílgeymslu 9,5%
2. Parhús, raðhús, tvíbýlishús og keðjuhús 8,5%
3. Fjölbýlishús með eða án bílgeymslu 5,0%
4. Versl.-þjónustu- iðnaðar og annað húsnæði 5,5%
5. Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli 3,0%


Til flokks 4, Versl.-þjónustu- iðnaðar og annað húsn., teljast allar stofnana og þjónustubyggingar, íþróttamannvirki, geymslur iðnaðarhúsnæði og annað húsnæði sem ekki fellur undir aðra liði greinarinnar.
Til flokks 5, Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli, teljast hlöður reiðskemmur og annað húsnæði sem tengist búfjárhaldi.
Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að hún færist í hærri gjaldflokk sbr. 1. mgr. skal greiða gatnagerðargjald sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.

5.gr
Undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds.

Undanþegnar greiðslu gatnagerðargjalds eru eftirtaldar byggingar:
a. Lagnakjallarar og aðrir gluggalausir kjallarar, sem aðeins er gengið í innan frá.
b. Óeinangruð smáhýsi, minni en 12 m2. Fyrir stærri hús er greitt sama gatnagerðargjald og fyrir hesthús.
c. Svalaskýli íbúðarhúsa, ef svalaskýlin eru minni en 15 m2 vegna hverrar íbúðar.
d. Vegna stækkunar á íbúðarhúsi sem er amk. 15 ára skal greiða 40% af gatnagerðargjaldi.

6. gr.
Heimild til lækkunar eða niðurfellingar gatnagerðargjalds.

Sveitarstjórn getur lækkað eða fellt niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður sbr. ákvæði 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.

7.gr.
Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjöld.
Um samninga um gatnagerðargjöld af tilteknum lóðum, sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafa gert við sveitarfélagið fyrir gildistöku gjaldskrár þessarar, svo og skilmálar varðandi gatnagerðargjöld, sem sveitarstjórn hefur sett fyrir sömu tímamörk og lóðarhafi og lóðareigandi hefur undirgengist, fer eftir gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði frá þeim tíma sem samningar voru gerðir.

8.gr.
Áfangaskipti framkvæmda.

Í þeim tilvikum þegar lóðarhafi hyggist byggja hús, annað en íbúðarhús, í áföngum, getur sveitarstjórn heimilað slíka áfangaskiptingu og þá skal gatnagerðargjald hverju sinni greiðast samkvæmt þeirri samþykkt sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið.
Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í lóðarumsókn að hann ætli að reisa fyrir-hugað mannvirki í áföngum og hvenær hann hyggst hefja framkvæmdir á sér¬hverjum byggingaráfanga.
Verði heimiluð áfangaskipti falla áætluð gjöld í gjalddaga við upphaf hvers byggingar-áfanga í samræmi við áform lóðarhafa við úthlutun lóðarinnar.

III. kafli
Tengigjald fráveitu.

9.gr
Stofngjald.

Stofngjald holræsa fyrir einbýlishúsalóð er kr. 250.000. Fyrir aðrar lóðir greiðist kr. 300.000 á hverja tengingu við fráveitukerfi sveitarfélagsins.

IV. KAFLI
Byggingarleyfisgjöld.

10.gr
Flokkun bygginga og gjaldskrá.

Samkvæmt gjaldskrá þessari skal greiða byggingarleyfisgjald fyrir útgáfu á byggingarleyfi sem byggingarfulltrúi / skipulags- og byggingarnefnd samþykkir.
Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er ein yfirferð aðaluppdrátta, byggingarleyfi, útmæling fyrir greftri, hæðarsetning og útsetning lóðar, byggingareftirlit, lögbundnar úttektir, fokheldisvottorð og vottorð um öryggis- og lokaúttekt.
Fyrir byggingarleyfi nýrra húsa, viðbygginga, breytinga húsa, verulegra breytinga innan lóða og samþykki fyrir breyttri notkun greiðist fast gjald kr 40.000 Að auki greiðist fyrir hvern fermetra nýbygginga og viðbygginga skv. eftirfarandi:

Íbúðarhúsnæði, bílskúrar, hótel, verslanir, skrifstofur kr. 300 per m² brúttó
Sólstofur, garðhús, heimilisgróðurhús kr. 300 per m² brúttó
Iðnaðarhús, verkstæði, virkjanir kr. 270 per m² brúttó
Gripahús, hlöður, vélageymslur, tankar, ker, þrær o.s.frv. kr. 150 per m² brúttó
Frístundahús, veiðihús, fjallaskálar o.s.frv. kr. 600 per m² brúttó
Stöðuleyfi gámar, hús, bátar, hjólhýsi, sumarhús, söluvagnar o.fl. kr. 25.000.-
Stöðuleyfi er að jafnaði veitt til eins árs.

V. KAFLI
Afgreiðslu- og þjónustugjöld.

11. gr.
Gjaldskrá
Greiða skal fyrir þjónustu og leyfisveitingu sem byggingarfulltrúi veitir umfram þá sem innifalin er í byggingarleyfisgjaldi.
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytinga kr. 15.000.
Gjald fyrir lóðarúthlutun kr. 50.000.
Gjald fyrir framlengingu lóðarúthlutunar kr. 30.000.
Fyrir breytingu á lóðarsamningi kr. 20.000.
Fyrir breytingu á lóðarblaði eða gerð nýs lóðarblaðs kr. 20.000.
Húsaleiguúttektir kr. 30.000.
Fyrir hverja auka útsetningu lóðar/húss; pr.mælingu kr. 25.000.
Útprentun uppdrátta.: A1: 600 kr per blað, A2: 300 kr/per blað, A3: 100 kr/blað.

VI. KAFLI
Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu.

12. gr.
Umfangslítil grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 25.000.
Almenn grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 40.000.
Lítilsháttar breyting á deiliskipulagsuppdrætti kr. 50.000.
Afgreiðsla nýs deiliskipulags kr. 90.000.

Greitt er fyrir hvern þann lið hér að ofan sem sveitarfélagið þarf að vinna við fullnaðarafgreiðslu deiliskipulags eða deiliskipulagsbreytingar. Afgreiðslur hér að ofan innifela kostnað við umfjöllun sveitarfélagsins auk auglýsinga um kynningu skipulagsins og gildistöku.
Landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða deiliskipulagsbreytingu á kostnað landeigenda eða framkvæmdaaðila. Um ferli slíks skipulags fer skv 40. og 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

VII. KAFLI
Greiðsluskilmálar, lögveðsréttur og endurgreiðslur

13. gr.
Greiðsluskilmálar

Gatnagerðargjöld (skv. 4. gr.), tengigjöld fráveitu (skv. 9. gr.) og byggingarleyfisgjöld (skv. 10. gr.) skal greiða innan mánaðar frá veitingu byggingarleyfis í sveitarstjórn, ella öðlast leyfi ekki gildi. Heimilt er að semja um greiðslufrest og skal það gert skv. sérstökum greiðslusamningi. Þjónustugjöld skv. 11. gr. skal greiða innan mánaðar frá því að þjónustan var veitt.

14.gr.
Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds. Lögveðsréttur.

Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald er ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveð og aðfararveði.

15 gr.
Endurgreiðsla gatnagerðargjalds

Gjöld samkvæmt 4. , 9. og 10. gr. gjaldskrár þessarar skulu endurgreidd ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð. Hafi útsetning skv. byggingarleyfi ekki farið fram og framkvæmdir ekki hafist getur umsækjandi fengið helming byggingarleyfisgjalda skv. 10. gr. endurgreiddan. Þar með fellur byggingarleyfi niður. Endurgreiðslu vegna 4.,9. og 10. gr. er heimilt að fresta þar til lóð hefur verið úthlutað að nýju og en þó ekki lengur en í sex mánuði. Gjöld þessi skulu endurgreidd á nafnveðri án verðbóta og vaxta og skuldaviðurkenningar skulu ógildar á sannanlegan hátt. Ekki koma til bætur vegna hugsanlegra framkvæmda á lóðinni.
Þjónustugjöld samkvæmt 11. gr. eru óendurkræf.
Um endurgreiðslu fer að öðru leyti skv. 9.gr. laga um gatnagerðargjald nr.153/2006.

VIII. KAFLI
Gildistaka

16.gr.
Samþykktin er samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, xx. xxx 2013 skv. heimild í lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald.
Samþykktin öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði sem samþykkt var í sveitarstjórn 29. janúar 2009.

Byggðarráð samþykkir að vísa gjaldskránni til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 15. liðar á dagskrá fundarins, Gjaldskrá - samþykkt um gatnagerðargjald og fl. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Erindinu vísað frá 249. fundi skipulags- og bygginganefndar. Lögð fram breyting á samþykkt um gjaldskrá um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingaleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði frá 29. janúar 2009. Breytingin miðar fyrst og fremst að því að aðlaga samþykktirnar að nýju lagaumhverfi.

Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingaleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði.

I. KAFLI
Almennt

1.gr.
Almenn heimild til álagningar.
Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í þéttbýli í sveitarfélaginu Skagafirði skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt samþykkt þessari, sbr. 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Einnig skal greiða vegna sömu framkvæmda tengigjald holræsa skv. lögum um hollustuhætti og mengunar varnir nr. 7/1998. Byggingarleyfisgjald, afgreiðslu- og þjónustugjöld skal greiða samkvæmt samþykkt þessari í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu eru lögð á skv heimild í 20. gr skipulagslaga nr. 123/2010

Fjárhæðir í samþykkt þessari taka breytingum 1. dag janúar mánaðar hvers árs í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins. Grunnvísitalan í nóvember 2013 er 119,0 stig. Byggingarkostnaður vísitöluhússins 185.963 kr/m??

II. KAFLI
Gatnagerðargjald

2.gr.
Ráðstöfun gatnagerðargjalds

Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu og viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja.

3.gr.
Gjaldstofn gatnagerðargjalds
Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð. Gjaldstofninn er ákveðinn á eftirfarandi hátt:

a. Þegar sveitarfélagið úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð er gatnagerðargjald lagt á í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

b. Þegar gatnagerðargjald verður ekki lagt á skv. a-lið, eða ef byggingarleyfi er veitt fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, er við útgáfu byggingarleyfis lagt á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.
Við álagningu skv. b-lið 2. mgr. skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum uppdráttum og ÍST 50.

4. gr.
Útreikningur gatnagerðargjalds.
Af hverjum brúttófermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Allar fjárhæðir í þessari samþykkt taka breytingum 1. dag janúarmánaðar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins. Gjald skal tilgreint í heilum krónum.

Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

1. Einbýlishús með eða án bílgeymslu 9,5%
2. Parhús, raðhús, tvíbýlishús og keðjuhús 8,5%
3. Fjölbýlishús með eða án bílgeymslu 5,0%
4. Versl.-þjónustu- iðnaðar og annað húsnæði 5,5%
5. Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli 3,0%


Til flokks 4, Versl.-þjónustu- iðnaðar og annað húsn., teljast allar stofnana og þjónustubyggingar, íþróttamannvirki, geymslur iðnaðarhúsnæði og annað húsnæði sem ekki fellur undir aðra liði greinarinnar.
Til flokks 5, Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli, teljast hlöður reiðskemmur og annað húsnæði sem tengist búfjárhaldi.
Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að hún færist í hærri gjaldflokk sbr. 1. mgr. skal greiða gatnagerðargjald sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.

5.gr
Undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds.

Undanþegnar greiðslu gatnagerðargjalds eru eftirtaldar byggingar:
a. Lagnakjallarar og aðrir gluggalausir kjallarar, sem aðeins er gengið í innan frá.
b. Óeinangruð smáhýsi, minni en 12 m2. Fyrir stærri hús er greitt sama gatnagerðargjald og fyrir hesthús.
c. Svalaskýli íbúðarhúsa, ef svalaskýlin eru minni en 15 m2 vegna hverrar íbúðar.
d. Vegna stækkunar á íbúðarhúsi sem er amk. 15 ára skal greiða 40% af gatnagerðargjaldi.

6. gr.
Heimild til lækkunar eða niðurfellingar gatnagerðargjalds.

Sveitarstjórn getur lækkað eða fellt niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður sbr. ákvæði 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.

7.gr.
Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjöld.
Um samninga um gatnagerðargjöld af tilteknum lóðum, sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafa gert við sveitarfélagið fyrir gildistöku gjaldskrár þessarar, svo og skilmálar varðandi gatnagerðargjöld, sem sveitarstjórn hefur sett fyrir sömu tímamörk og lóðarhafi og lóðareigandi hefur undirgengist, fer eftir gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði frá þeim tíma sem samningar voru gerðir.

8.gr.
Áfangaskipti framkvæmda.

Í þeim tilvikum þegar lóðarhafi hyggist byggja hús, annað en íbúðarhús, í áföngum, getur sveitarstjórn heimilað slíka áfangaskiptingu og þá skal gatnagerðargjald hverju sinni greiðast samkvæmt þeirri samþykkt sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið.
Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í lóðarumsókn að hann ætli að reisa fyrir-hugað mannvirki í áföngum og hvenær hann hyggst hefja framkvæmdir á sér¬hverjum byggingaráfanga.
Verði heimiluð áfangaskipti falla áætluð gjöld í gjalddaga við upphaf hvers byggingar-áfanga í samræmi við áform lóðarhafa við úthlutun lóðarinnar.

III. kafli
Tengigjald fráveitu.

9.gr
Stofngjald.

Stofngjald holræsa fyrir einbýlishúsalóð er kr. 250.000. Fyrir aðrar lóðir greiðist kr. 300.000 á hverja tengingu við fráveitukerfi sveitarfélagsins.

IV. KAFLI
Byggingarleyfisgjöld.

10.gr
Flokkun bygginga og gjaldskrá.

Samkvæmt gjaldskrá þessari skal greiða byggingarleyfisgjald fyrir útgáfu á byggingarleyfi sem byggingarfulltrúi / skipulags- og byggingarnefnd samþykkir.
Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er ein yfirferð aðaluppdrátta, byggingarleyfi, útmæling fyrir greftri, hæðarsetning og útsetning lóðar, byggingareftirlit, lögbundnar úttektir, fokheldisvottorð og vottorð um öryggis- og lokaúttekt.
Fyrir byggingarleyfi nýrra húsa, viðbygginga, breytinga húsa, verulegra breytinga innan lóða og samþykki fyrir breyttri notkun greiðist fast gjald kr 40.000 Að auki greiðist fyrir hvern fermetra nýbygginga og viðbygginga skv. eftirfarandi:

Íbúðarhúsnæði, bílskúrar, hótel, verslanir, skrifstofur kr. 300 per m² brúttó
Sólstofur, garðhús, heimilisgróðurhús kr. 300 per m² brúttó
Iðnaðarhús, verkstæði, virkjanir kr. 270 per m² brúttó
Gripahús, hlöður, vélageymslur, tankar, ker, þrær o.s.frv. kr. 150 per m² brúttó
Frístundahús, veiðihús, fjallaskálar o.s.frv. kr. 600 per m² brúttó
Stöðuleyfi gámar, hús, bátar, hjólhýsi, sumarhús, söluvagnar o.fl. kr. 25.000.-
Stöðuleyfi er að jafnaði veitt til eins árs.

V. KAFLI
Afgreiðslu- og þjónustugjöld.

11. gr.
Gjaldskrá
Greiða skal fyrir þjónustu og leyfisveitingu sem byggingarfulltrúi veitir umfram þá sem innifalin er í byggingarleyfisgjaldi.
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytinga kr. 15.000.
Gjald fyrir lóðarúthlutun kr. 50.000.
Gjald fyrir framlengingu lóðarúthlutunar kr. 30.000.
Fyrir breytingu á lóðarsamningi kr. 20.000.
Fyrir breytingu á lóðarblaði eða gerð nýs lóðarblaðs kr. 20.000.
Húsaleiguúttektir kr. 30.000.
Fyrir hverja auka útsetningu lóðar/húss; pr.mælingu kr. 25.000.
Útprentun uppdrátta.: A1: 600 kr per blað, A2: 300 kr/per blað, A3: 100 kr/blað.

VI. KAFLI
Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu.

12. gr.
Umfangslítil grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 25.000.
Almenn grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 40.000.
Lítilsháttar breyting á deiliskipulagsuppdrætti kr. 50.000.
Afgreiðsla nýs deiliskipulags kr. 90.000.

Greitt er fyrir hvern þann lið hér að ofan sem sveitarfélagið þarf að vinna við fullnaðarafgreiðslu deiliskipulags eða deiliskipulagsbreytingar. Afgreiðslur hér að ofan innifela kostnað við umfjöllun sveitarfélagsins auk auglýsinga um kynningu skipulagsins og gildistöku.
Landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða deiliskipulagsbreytingu á kostnað landeigenda eða framkvæmdaaðila. Um ferli slíks skipulags fer skv 40. og 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

VII. KAFLI
Greiðsluskilmálar, lögveðsréttur og endurgreiðslur

13. gr.
Greiðsluskilmálar

Gatnagerðargjöld (skv. 4. gr.), tengigjöld fráveitu (skv. 9. gr.) og byggingarleyfisgjöld (skv. 10. gr.) skal greiða innan mánaðar frá veitingu byggingarleyfis í sveitarstjórn, ella öðlast leyfi ekki gildi. Heimilt er að semja um greiðslufrest og skal það gert skv. sérstökum greiðslusamningi. Þjónustugjöld skv. 11. gr. skal greiða innan mánaðar frá því að þjónustan var veitt.

14.gr.
Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds. Lögveðsréttur.

Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald er ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveð og aðfararveði.

15 gr.
Endurgreiðsla gatnagerðargjalds

Gjöld samkvæmt 4. , 9. og 10. gr. gjaldskrár þessarar skulu endurgreidd ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð. Hafi útsetning skv. byggingarleyfi ekki farið fram og framkvæmdir ekki hafist getur umsækjandi fengið helming byggingarleyfisgjalda skv. 10. gr. endurgreiddan. Þar með fellur byggingarleyfi niður. Endurgreiðslu vegna 4.,9. og 10. gr. er heimilt að fresta þar til lóð hefur verið úthlutað að nýju og en þó ekki lengur en í sex mánuði. Gjöld þessi skulu endurgreidd á nafnveðri án verðbóta og vaxta og skuldaviðurkenningar skulu ógildar á sannanlegan hátt. Ekki koma til bætur vegna hugsanlegra framkvæmda á lóðinni.
Þjónustugjöld samkvæmt 11. gr. eru óendurkræf.
Um endurgreiðslu fer að öðru leyti skv. 9.gr. laga um gatnagerðargjald nr.153/2006.

VIII. KAFLI
Gildistaka

16.gr.
Samþykktin er samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, xx. xxx 2013 skv. heimild í lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald.
Samþykktin öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði sem samþykkt var í sveitarstjórn 29. janúar 2009.

Byggðarráð samþykkir að vísa gjaldskránni til samþykktar í sveitarstjórn.

Gjaldskrá - samþykkt um gatnagerðargjald ofl. borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.