Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

245. fundur 12. júní 2013 kl. 08:15 - 09:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Tómas Árdal kom til viðræðna við nefndina vegna Lindargötu 1

1.Lindargata 3 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1305028Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar á 244 fundi þann 27. maí sl., þá bókað. ?Lindargata 3 - Fyrirspurn um byggingarleyfi - Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkomnu erindi. Samþykkt að óska eftir við umsækjanda að hann komi á fund nefndarinnar til viðræðna um erindið.? Tómas Árdal kom á fund nefndarinnar og kynnti frumhugmyndir að uppbyggingu Hótel Tindastóls.

2.Suðurgata 22 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1306011Vakta málsnúmer

Þormóður Sveinsson hjá + Arkitektum Laugavegi 59 leggur fram fyrir hönd Þórunnar Halldórsdóttur kt. 180259-5709 fyrirspurnaruppdrátt varðandi byggingu 110 til 150 m² íbúðarhúss á lóðinni nr. 22 við Suðurgötu. Erindinu hafnað af skipulagsástæðum.

3.Skagfirðingabraut 29 - Birgðageymar.

Málsnúmer 1305323Vakta málsnúmer

Gunnars Sch. Thorsteinssonar, hjá Ferli ehf, verkfræðistofu, sækir fyrir hönd Skeljungs hf. kt. 590269-1749, um leyfi til að skipta um eldsneytisbirgðartanka í jörðu og leggja um leið nýjar eldsneytislagnir ásamt því að leggja niður núverandi bensínbrunn og setja í hans stað nýja sand- og olíuskilju á lóð nr. 29 við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Framlagðir uppdrættir dagsettir í apríl 2013 gerðir af umsækjanda gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fengnum umsögnum hlutaðeigandi umsagnaraðila.

4.Grundarstígur 1 - fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1305227Vakta málsnúmer

Ásgeir Hannes Aðalsteinsson 0307684779 og Hulda Gunnarsdóttir 2806684199 óska eftir leyfi til að setja upp gróðurhús á lóðinni númer 1 við Grundarstígs. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir stærð og fyrirhugaðri staðsetningu hússins. Samþykkt að grenndarkynna erindið.

5.Ríp 2 146396 - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1306021Vakta málsnúmer

Birgir Þórðarson kt 0706605479 þinglýstur eigandi jarðarinnar Ríp II í Skagafirði, landnr. 146396, sækir um að fá samþykktan byggingarreit undir gestahús í landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits -og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk¬fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer teikningar er S01 í verki nr. 7564, og er hann dagsettur 22. maí 2013. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar umbeðnar umsagnir liggja fyrir.

6.Miðhúsagerði land 1 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1306060Vakta málsnúmer

Loftur Gunnarsson kt. 130345-2399, Þóra Gunnarsdóttir kt. 200337-4339 og Sverrir Gunnarsson kt. 200839-2509 þinglýstir eigendur jarðarinnar Miðhúsagerði (landnr. 146568) í Óslandshlíð Skagafirði, sækja um leyfi skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til þess að stofna land 1 og land 2 út úr landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir fyrirhuguðum landskiptum. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7161, dags. 6. desember 2012. Einnig Óskað er eftir að Miðhúsagerði (landnr 146568) og land 1 og land 2 verði leist úr landbúnaðarnotkun. Hlunnindi skiptast hlutfallslega eftir landstærð milli Miðhúsagerðis landnúmer 146568 og þeirra landspildna sem verið er að skipta út úr jörðinni. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

7.Miðhúsagerði land 2 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1306061Vakta málsnúmer

Loftur Gunnarsson kt. 130345-2399, Þóra Gunnarsdóttir kt. 200337-4339 og Sverrir Gunnarsson kt. 200839-2509 þinglýstir eigendur jarðarinnar Miðhúsagerði (landnr. 146568) í Óslandshlíð Skagafirði, sækja um leyfi skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til þess að stofna land 1 og land 2 út úr landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir fyrirhuguðum landskiptum. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7161, dags. 6. desember 2012. Einnig Óskað er eftir að Miðhúsagerði (landnr 146568) og land 1 og land 2 verði leist úr landbúnaðarnotkun. Hlunnindi skiptast hlutfallslega eftir landstærð milli Miðhúsagerðis landnúmer 146568 og þeirra landspildna sem verið er að skipta út úr jörðinni. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

8.Aðalgata 18 (143124)- Umsókn um lóð.

Málsnúmer 1306079Vakta málsnúmer

Sigurpáll Aðalsteinsson fh Vídeósports endurnýjar umsókn um leyfi til að samnýta lóðina Aðalgata 18 með lóðinni Aðalgata 16 eins og hann hefur haft heimil til sbr bókun skipulags og byggingarnefndar frá 1. júní 2011. Samþykkt að heimila Videósport áframhaldandi not af lóðinni. Skilyrði er að framkvæmdir Videósports víki fyrirvaralaust þegar byggt verður á lóðinni eða lóðin verði tekin til annara nota.

9.Hafgrímsstaðir,Víking Rafting - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1304198Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn umsókn Anup Gurung kt. 100182-2119, fyrir hönd Austari ehf. kt.660310-0450, um rekstrarleyfi fyrir Víking Rafting, Hafgrímsstöðum, 560 Varmahlíð. Veitingastofa og greiðasala, flokkur II. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 27. maí sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

10.Aðalgata 16,Kaffi Krókur - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1305303Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurpáls Aðalsteinssonar kt. 081170-5419 fyrir hönd Videsport ehf, kt. 470201-2150 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Kaffi Krók, Aðalgötu 16, 550 Sauðárkrókur. Veitingahús, veitingaleyfi flokkur III. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 30. maí sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

11.Aðalgata 5,Sauðárkróksbakarí - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1305238Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki,þar sem óskað er umsagnar um umsókn Róberts Óttarssonar kt.171272-2979 um endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Sauðárkróksbakarí,kt. 560269-7309, Aðalgötu 5, 550 Sauðárkrókur. Kaffihús, veitingaleyfi flokkur II. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 27. maí sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

12.Kirkjugata 9 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1304384Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Helga Hrannars Traustasonar kt. 010585-5119 og Völu Kristínar Ófeigsdóttur kt. 291187-2859 dagsett 22. maí 2013 . Umsókn um leyfi til að endurbyggja aðalinngang einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 9 við Kirkjugötu á Hofsósi. Einnig sótt um leyfi til að klæða húsið utan. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 3. júní 2013.

13.Áshildarholt 145917 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1304072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Sigrúnar Sigurðardóttur kt. 270258-6389, dagsett er 25. mars 2013. Umsókn um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á jörðinni Áshildarholt (145917) í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 23. maí 2013.

14.Hofsstaðir lóð II - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1305168Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Þórólfs Sigurjónssonar kt. 270165-4359, f.h. Selbusta ehf. kt. 411298-2219, dagsett er 17. maí 2013. Umsókn um leyfi til að byggja ferðaþjónustuhús á lóð sem verið er að stofna úr landi Hofsstaða (146408). Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 3. júní 2013.

15.Birkihlíð 1 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1305301Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Ólafs Ágústs Andréssonar kt. 110571-4889 og Guðbjargar E. Ragnarsdóttur kt. 171271-4879, dagsett er 30. maí 2013. Umsókn um leyfi til að byggja sólstofu og setja niður setlaug á lóðinni númer 1 við Birkihlíð á Sauðárkróki. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 5. júní 2013.

Fundi slitið - kl. 09:45.