Fara í efni

Miðhúsagerði land 1 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1306060

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 245. fundur - 12.06.2013

Loftur Gunnarsson kt. 130345-2399, Þóra Gunnarsdóttir kt. 200337-4339 og Sverrir Gunnarsson kt. 200839-2509 þinglýstir eigendur jarðarinnar Miðhúsagerði (landnr. 146568) í Óslandshlíð Skagafirði, sækja um leyfi skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til þess að stofna land 1 og land 2 út úr landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir fyrirhuguðum landskiptum. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7161, dags. 6. desember 2012. Einnig Óskað er eftir að Miðhúsagerði (landnr 146568) og land 1 og land 2 verði leist úr landbúnaðarnotkun. Hlunnindi skiptast hlutfallslega eftir landstærð milli Miðhúsagerðis landnúmer 146568 og þeirra landspildna sem verið er að skipta út úr jörðinni. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Afgreiðsla 245. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.