Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

220. fundur 15. desember 2010 kl. 08:15 - 08:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Pálmi Sigurður Sighvats áheyrnarftr.
  • Helga Steinarsdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2011 - Skipulags-og byggingarnefnd

Málsnúmer 1011116Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2011. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram endurskoðaður til annarrar umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 51.180.000.- og tekjur kr. 8.200.000.-. Heildarútgjöld kr. 42.940.000.- Samþykkt að vísa lið 09 Skipulags- og byggingarmál afgreiðslu til byggðarráðs með þessum breytingum. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar. Helga Steinarsdóttir óskar bókað "Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónusta varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu- og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forustu með stefnumótun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss."

2.Hraun Sléttuhlíð - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1012117Vakta málsnúmer

Hraun í Sléttuhlíð - Umsókn um byggingarleyfi. Magnús Pétursson kt. 200256-5739, eigandi jarðarinnar sækir með bréfi dagsettu 13.desember sl., um leyfi til að byggja við fjósið á jörðinni. Framlagðir uppdrættir dagsettir 13. desember 2010 gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og eru þeir númer A-101 og A-102 í verki númer 7272. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

3.Aðalgata 15 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1010123Vakta málsnúmer

Aðalgata 15 - Fyrirspurn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 20.10, sl. þar sem ákvörðun var tekin um að grenndarkynna erindið. Eigendum eftirtalinna húsa sent erindið til umsagnar.  Aðalgötu 13,  Aðalgötu 17,  Skógargötu 3b  og  Skógargötu 5b. Engin svör hafa borist innan tilskilinna tímamarka. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framangreindar fyrirhugaðar  framkvæmdir og afgreiðir byggingarleyfi þegar fullnægjandi aðaluppdrættir hafa borist.

4.Lágeyri 1 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1012071Vakta málsnúmer

Lágeyri 1 - Umsókn um lóð. Gunnar Skúlason fjármálastjóri Ísfells ehf. , sækja um að fá úthlutað lóðinni númer 1 við Lágeyri á Sauðárkróki. Á fundi Umhverfis-og samgöngunefndar þann 10.12.sl., var erindið tekið fyrir og m.a. bókað. "Fyrir liggur lóðarumsókn frá Ísfelli ehf um lóðina Lágeyri 1 á Sauðárkróki. Umhverfis og samgöngunefnd tekur jákvætt í umsóknina og vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu.". Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta Ísfelli ehf lóðinni.

Fundi slitið - kl. 08:15.