Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2011 - Skipulags-og byggingarnefnd

Málsnúmer 1011116

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 218. fundur - 17.11.2010

Fjárhagsáætlun 2011 - Skipulags-og byggingarnefnd. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram frumdrög til fyrstu umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 53.859.991.- og tekjur kr. 10.860.000 .Heildarútgjöld kr. 42.999.991.- áætlunin seins og hún hér er kynnt rúmast innan þess fjárlagaramma sem Byggðarráð hefur sett vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir heildarniðurstöðu áætlunarinnar og vísar henni til byggðarráðs. Einstaka rekstrar- og tekjuliði þarf að endurskoða. 

 

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa þessum lið til afgreiðslu 5. liðar á dagskrá, eða 17. liðar í þessari fundagerð, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 220. fundur - 15.12.2010

Fjárhagsáætlun 2011. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram endurskoðaður til annarrar umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 51.180.000.- og tekjur kr. 8.200.000.-. Heildarútgjöld kr. 42.940.000.- Samþykkt að vísa lið 09 Skipulags- og byggingarmál afgreiðslu til byggðarráðs með þessum breytingum. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar. Helga Steinarsdóttir óskar bókað "Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónusta varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu- og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forustu með stefnumótun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss."

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 540. fundur - 16.12.2010

Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 540. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur undir bókun Helgu Steinarsdóttur frá fundi skipulags- og byggingarnefndar svohljóðandi. "Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónusta varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu- og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forustu með stefnumótun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss."

Afgreiðsla 220. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.