Fara í efni

Skagfirðingabraut 51-Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1605124

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 287. fundur - 27.05.2016

Þórólfur Gíslason, fh Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, sæki um byggingarleyfi vegna stækkunar á bílahúsi Mjólkursamlagsins á lóð nr. 51 við Skagfirðingabraut.
Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Númer uppdrátta eru A-100, A-101 og A-102 í verki 5317, dags. 11. maí 2016.
Afgreiðslu erindisins frestað þar til staðfest deiliskipulag liggur fyrir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016

Afgreiðsla 287. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 343. fundi sveitarstjórnar 8. júní 2016 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 290. fundur - 05.07.2016

Fyrir fundinum liggur byggingarleyfisumsókn dagsett 22. júní 2016 vegna stækkunar á bílahúsi Mjólkursamlags KS á lóðinni. Óskað er eftir að byggingarleyfisumsóknin verði tekin fyrir á grundvelli gildandi deiliskipulags, eins og það er orðað í umsókninni. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Númer uppdrátta eru A-100, A-101 og A-102 í verki 5317, dags. 11. maí 2016.
Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að fyrirhuguð bygging sé ekki í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulag. Ný tillaga að deiliskipulagi lóðanna Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1 er nú í auglýsingarferli samkvæmt skipulagslögum nr 123/2010.
Af ofangreindum ástæðum frestar skipulags- og byggingarnefnd afgreiðslu málsins þar til nýtt staðfest deiliskipulag liggur fyrir.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 749. fundur - 07.07.2016

Afgreiðsla 290. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 749. fundi byggðarráðs 7. júlí 2016 með þremur atkvæðum.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 32. fundur - 26.07.2016

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra sem fh. Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga sækir um leyfi til að byggja hús fyrir mjólkurbíla á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Númer uppdrátta er A-100, A-101, A-102 i verki 5317. Uppdrættir dagsettir 11. maí 2016. Byggingaráform samþykkt.