Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

32. fundur 26. júlí 2016 kl. 14:15 - 15:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kleifatún 8 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1607063Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Axels Sigurjóns Eyjólfssonar kt. 300181-5549 og Óskar Bjarnadóttur kt. 161084-3289, dagsett 14. júlí 2016. Umsóknin er um leyfi fyrir breyttri hönnun einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 8 við Kleifartún. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Uppdrættir eru í verki nr.775301, númer A-100, A-101, A-200 og A-201, dags. 13. júlí 2016. Byggingaráform samþykkt.

2.Borgarmýri 5 Gæran - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1607064Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 14. júlí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ásdísar Þórhallsdóttur kt. 081284-2619, Sólvallargötu 41 101 Reykjavík, f.h. Dammi slf, kt. 410814-0640. Umsóknin er um tækifærisleyfi fyrir Gærunni tónlistarhátíð dagana 11 ágúst til 14 ágúst 2016 að Borgarmýri 5 550 Sauðárkróki. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis.

3.Skagfirðingabraut 51-Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1605124Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra sem fh. Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga sækir um leyfi til að byggja hús fyrir mjólkurbíla á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Númer uppdrátta er A-100, A-101, A-102 i verki 5317. Uppdrættir dagsettir 11. maí 2016. Byggingaráform samþykkt.

4.Hóll í Sæmundarhlíð - Umsókn um byggingarleyfi- Heitur pottur og sólpallur.

Málsnúmer 1607126Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn Hrefnu Hafsteinsdóttur kt. 030480-5119 um leyfi til að byggja sólpall við íbúðarhúsið að Hóli í Sæmundarhlíð. Einnig er sótt um leyfi fyrir heitum potti, setlaug, á pallinum. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Vegna setlauga á lóðum er bent á eftirfarandi kröfur í samræmi við gildandi byggingarreglugerð, þar sem m.a. segir:
”Setlaugar á lóðum íbúðar- og frístundahúsa skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær með þegar þær eru ekki í notkun. Barmur setlaugar skal vera a.m.k. 0,40 m yfir göngusvæði umhverfis hana. Brunnlok skulu vera fest og þannig frágengin að börn geti ekki opnað þau. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.“

Fundi slitið - kl. 15:10.