Fara í efni

Uppbygging fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki

Málsnúmer 1501295

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 217. fundur - 04.02.2015

Lagt er til að skipaður verði starfshópur innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem komi með tillögu að uppbyggingu vetraríþróttaaðstöðu á Sauðárkróki. Í starfshópnum skulu sitja:
1. Formaður félags- og tómstundanefndar sem stýrir fundum
2. Einn frá veitu- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins
3. Einn frá fjölskyldusviði sveitarfélagsins
4. Einn frá Árskóla
5. Tveir frá Ungmennafélaginu Tindastóli
6. Einn frá UMSS
Starfshópurinn skal koma með tillögu til félags- og tómstundanefndar um staðsetningu sem og gerð mannvirkisins. Stefnt skal að því að tillögur liggi fyrir í febrúar.
Fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við tillöguna og gerir athugasemd við skipan í starfshópinn, telur að höfða þurfi til breiðari hóps.
Tillagan samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

"Gerð er athugasemd við hvernig staðið er að skipan starfshóps af hálfu sveitarfélagsins sem komi með tillögu að uppbyggingu vetraríþróttaaðstöðu á Sauðárkróki. Mjög óljóst er við hvað er átt með vetraríþróttaaðstöðu og hvaða greina er verið að horfa til. Enginn rammi virðist vera um vinnuna hvað varðar umfang aðstöðu og grófar kostnaðarviðmiðanir. Að því leiti minnir uppleggið á vinnubrögð sem sáust fyrir hrun þegar ?Skagfirska Harpan? milljarða verkefni, er innihélt veglegt menningarhús og víðfemar viðbyggingar við Árskóla komst á teikniborðið. Slík framkvæmd hefði líklega reynst sveitarfélaginu fjárhagslega ofviða. Eðlilegt er að byggðaráð fjalli um og taki ákvarðanir um ramma um slík verkefni og feli svo fagnefndinni eftir atvikum vinnu vegna þess. Einungis er gert ráð fyrir að einn nefndarmaður verði í starfshópnum sem fulltrúi allra framboða sem eiga aðild að sveitarstjórn og nefndum. Að öðru leiti verður hópurinn skipaður starfsfólki sveitarfélagsins og þremur fulltrúum íþróttaheyfingarinnar. Eðlilegt væri að félags og tómstundanefnd inni öll að slíku viðfangsefni til að skapa meiri breidd og samstöðu um mjög stórt verkefni. Einnig má benda á að þeir fulltrúar sem koma frá íþróttahreyfingunni munu trauðla spanna allar þær greinar sem taka þarf tillit til. Talað er um að starfshópurinn skili einni tillögu, en eðlilegt væri að slíkur hópur velti upp fleiri valkostum innan þess ramma sem byggðaráð myndi setja.

Bjarni Jónsson
V-lista

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með átta atkvæðum, Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 218. fundur - 03.03.2015

Lögð fram fyrsta fundargerð starfshóps um byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015

Afgreiðsla 218. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2014 með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 219. fundur - 15.04.2015

Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir starfshóps og minnisblað um vettvangsferð í mars til skoðunar á fjölnota mnannvirkjum í öðrum sveitarfélögum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Afgreiðsla 219. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2014 með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 223. fundur - 07.09.2015

Indriði Einarsson sviðsstjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir skýrslu starfshóps um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki. Félags- og tómstundanefnd styður tillögur starfshóps um leið 1, límtréshús 75 x 55 m og mælir með að hún verði tekin til frekari skoðunar. Erindinu vísað til byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 223. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.