Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

223. fundur 07. september 2015 kl. 13:00 - 15:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
Dagskrá
Indriði Einarsson sat fundinn undir fyrsta dagskrárlið.
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi að loknum þriðja dagskrárlið.
Aðalbjörg Hallmundsdóttir sat fundinn undir fjórða dagskrárlið.

1.Uppbygging fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki

Málsnúmer 1501295Vakta málsnúmer

Indriði Einarsson sviðsstjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir skýrslu starfshóps um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki. Félags- og tómstundanefnd styður tillögur starfshóps um leið 1, límtréshús 75 x 55 m og mælir með að hún verði tekin til frekari skoðunar. Erindinu vísað til byggðarráðs.

2.Landsfundur jafnréttisnefnda okt 2015

Málsnúmer 1508141Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð landsfundar jafnréttisnefnda á Fljótdalshéraði 8. og 9.október 2015.

3.Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára

Málsnúmer 1407046Vakta málsnúmer

Samþykkt að uppfæra jafnréttisáætlun sem samþykkt var í október 2014 og gildir til 2016 og senda hana á forstöðumenn starfsstöðva og nefndir sveitarfélagsins.

4.Fjáhagsaðstoð Trúnaðarbók 2015

Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer

Aðalbjörg Hallmundsdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir 5 umsóknum. Skráð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 15:20.