Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

219. fundur 15. apríl 2015 kl. 15:00 - 17:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Halla Ólafsdóttir varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri.
Dagskrá
Herdís Á Sæmundardóttir tók þátt í umfjöllun undir dagskrárlið 9.
Þorvaldur Gröndal kom á fund undir dagskrárliðum 2-6 og hvarf svo af fundi.

1.Fjáhagsaðstoð Trúnaðarbók 2015

Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer

Lagðar fram tvær beiðnir um fjárhagsaðstoð, önnur samþykkt að hluta og hin skv. reglum. Sjá trúnaðarbók.

2.Uppbygging fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki

Málsnúmer 1501295Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir starfshóps og minnisblað um vettvangsferð í mars til skoðunar á fjölnota mnannvirkjum í öðrum sveitarfélögum.

3.Laun vinnuskóla og V.I.T. sumarið 2015

Málsnúmer 1504081Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að laun í vinnuskola sumarið 2015 verði eftirfarandi:
Árg. 2001 kr 370 á klst.
Árg. 2000 kr 420 á klst.
Árg. 1999 kr 500 á klst.
Árg. 1998 kr 630 á klst.
Nefndin samþykkir einnig að laun í VIT sumarið 2015 verði eftirfarandi:
Árg. 1997 kr 942 á klst.
Árg. 1996 kr 1.070 á klst.

4.Forvarnarstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1504082Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að forvarnarstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð ásamt minniblaði um hlutverk forvarnarteymis.

5.Opnunartími sundlauga sumarið 2015

Málsnúmer 1504080Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga forstöðumanns frístunda- og forvarnarmála um opnunartíma sundlauga í Skagafirði. Opnunartími verði óbreyttur milli ára en á Hofsósi tekur sumaropnun gildi tveimur vikum fyrr eða 18. maí. Þetta er gert til að mæta aukinni aðsókn í laugina.

6.Styrkbeiðni 2015

Málsnúmer 1503134Vakta málsnúmer

Saman-hópurinn er samstarfsvettvangur félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana um forvarnir og velferðarmál barna. Sótt er um 20.000 kr. styrk til útgáfu fræðsluefnis sem sveitarfélagið hefur aðgang að. Samþykkt. Greiðist af gjaldalið 02890.

7.Námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustu.

Málsnúmer 1501302Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um námskeið yfir kjörna fulltrúa og starfsmenn um félagsþjónustu. Námskeiðið er haldið í Miðgarði 21. apríl.

8.Umsókn um leyfi til að starfa sem dagforeldri á einkaheimili HHH.

Málsnúmer 1502217Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að veita Herdísi Huld Henrysdóttur, Raftahlíð 7a, Sauðárkróki leyfi til að starfa sem dagforeldri á heimili sínu. Öll gögn fyrirliggjandi. Leyfið gildir í eitt ár fyrir 4 börn.

9.Fundargerðir Þjónustuhóps Róta bs 2015

Málsnúmer 1502215Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir fundargerð þjónustuhóps Róta bs. frá í mars.

Fundi slitið - kl. 17:50.