Fara í efni

Lántaka 2014

Málsnúmer 1405114

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 667. fundur - 10.07.2014

Í fjárhagsáætlun ársins 2014 er heilmild til að taka langtímalán allt að 868 milljónum króna.

Byggðarráð samþykkir hér með að taka óverðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 500.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til greiðslu á framkvæmdakostnaði vegna viðbyggingar við Árskóla, nýframkvæmdum Skagafjarðarveitna-hitaveitu, fasteignakaupum og gatnagerð, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Pálmadóttur, kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 681. fundur - 04.12.2014

Á fjárhagsáætlun 2014 er heimild til lántöku að upphæð 868 milljónir króna. Þegar hafa verið teknar að láni 500 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að taka lán hjá Kaupfélagi Skagfirðinga samkvæmt fjármögnunarsamningi sem gerður var 22. apríl 2013, allt að 300 milljónir króna til fimm ára.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 16. liðar, Lántaka 2014.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Vísað frá 681. fundi byggðarráðs frá 4. desember 2014 til samþykktar í sveitarstjórn.

"Á fjárhagsáætlun 2014 er heimild til lántöku að upphæð 868 milljónir króna. Þegar hafa verið teknar að láni 500 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að taka lán hjá Kaupfélagi Skagfirðinga samkvæmt fjármögnunarsamningi sem gerður var 22. apríl 2013, allt að 300 milljónir króna til fimm ára."

Lántaka hjá Kaupfélagi Skagfirðinga samkvæmt fjármögnunarsamningi sem gerður var 22. apríl 2013, um allt að 300 milljónir króna til fimm ára, borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum. Grréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 683. fundur - 08.01.2015

Fyrir liggur vilyrði frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. um lánveitingu á 100 milljónum króna til sveitarfélagsins. Heimild er fyrir lántökunni í fjárhagsáætlun ársins 2014.
Byggðarráð samþykkir að taka óverðtryggt lán til 15 ára og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að leggja lánssamning fyrir næsta fund ráðsins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 684. fundur - 22.01.2015

Í fjárhagsáætlun ársins 2014 er heilmild til að taka langtímalán allt að 868 milljónum króna. Þegar hafa verið teknar 750 milljónir króna.

Byggðarráð samþykkir hér með að taka óverðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 100.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til greiðslu á framkvæmdum við hitaveitu, opin svæði og fasteignir, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Pálmadóttur, kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 10 "Lántaka 2014"
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 10 "Lántaka 2014"
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015

Þannig bókað á 684. fundi byggðarráðs 21. janúar 2015 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

"Í fjárhagsáætlun ársins 2014 er heilmild til að taka langtímalán allt að 868 milljónum króna. Þegar hafa verið teknar 750 milljónir króna.

Byggðarráð samþykkir hér með að taka óverðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 100.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til greiðslu á framkvæmdum við hitaveitu, opin svæði og fasteignir, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Pálmadóttur, kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Tillaga byggðarráðs um lántöku þessa borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.