Fara í efni

Tillaga frá S.Þ. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fresta öllum kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum.

Málsnúmer 1306137

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Tillaga frá Sigurjóni Þórðarsyni sveitarstjórnarfulltrúa Frjálslyndra og
óháðra: Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fresta öllum kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum.

Ríkisstjórn Íslands hefur boðað stórtækar aðgerðir til lausnar á skuldavanda heimilanna. Það er ljóst að innan skamms koma til framkvæmda fjölmargar aðgerðir sem fela m.a. í sér; afnám verðtryggingar og niðurfærslu á verðtryggðum skuldum heimilanna. Sömuleiðis liggur fyrir á sumarþingi tillaga um flýtimeðferð dómsmála sem tengjast skuldavanda heimilanna og varða ágreining um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingar við gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu.
Á meðan framangreindar aðgerðir til hjálpar illa stöddum fjölskyldum eru handan við hornið er það eina rétta í stöðunni að Sveitarfélagið Skagafjarðar fresti innheimtuaðgerðum.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði til að tillögunni verði vísað til byggðarráðs, til frekari umfjöllunar og afgreiðslu.

Jón Magnússon kvaddi sér hljóðs, þá Þorsteinn Tómas Broddason, Stefán Vagn Stefánsson.

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun: Það er mikið fagnaðarefni hvernig sveitarstjórnarfulltrúar taka í tillöguna og ég vænti þess að byggðarráð muni hrinda tillögunni til framkvæmda, fljótt og örugglega.

Bjarni Jónsson, með leyfi forseta, kvaddi sér hljóðs, þá Þorsteinn Tómas Broddason.

Forseti bara upp tillögu Stefáns Vagns um að vísa tillögunni til byggðarráðs, og var það samþykkt með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 629. fundur - 27.06.2013

Málið rætt og byggðarráð samþykkir að afla frekari gagna hjá fjármálastjóra.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 633. fundur - 08.08.2013

Á 303. fundi sveitarstjórnar var lögð fram tillaga frá Sigurjóni Þórðarsyni um að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fresti öllum kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Tillögunni var vísað til byggðarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu. Á 629. fundi byggðarráðs var samþykkt að afla frekari gagna frá fjármálastjóra.
Farið yfir gögn frá fjármálastjóra og ákveðið að afla frekari gagna.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 637. fundur - 26.09.2013

Byggðarráð samþykkir að breyta innheimtuferli á kröfum sveitarfélagsins á þann veg, að tímabilið frá eindaga þar til krafa fer til milliinnheimtu, lengist um 10 daga og verður héðan í frá 30 dagar.

Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Þó svo að þetta skref sem byggðarráð tekur í dag til að koma til móts við skuldsett heimili sé ekki stórt, þá getur það reynst mikilsvert. Það er óneitanlega lóð á vogarskál ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að því takmarki að róttækasta skuldaleiðrétting veraldar nái fram að ganga núna í nóvember.

Það er ánægjulegt að sjá að byggðarráð er sammála um niðurstöðu í þessu máli, sem vonandi á eftir að koma íbúum sveitarfélagsins vel.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigurjón Þórðarson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 636. fundar byggðaráðs staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 637. fundar byggðaráðs staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.