Fara í efni

Jöklatún 22 - erindi frá leigjanda

Málsnúmer 1009049

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 527. fundur - 09.09.2010

Lagt fram bréf frá Önnu Jónu Guðmundsdóttur, leigjanda Jöklatúns 22, Skr. þar sem hún annars vegar óskar eftir viðræðum um kaup á fasteigninni og hins vegar óskar eftir leyfi til að setja á eigin kostnað, rafmagnsnuddpott á lóð fasteignarinnar.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að rafmagnspotturinn verði settur á lóð Jöklatúns 22 og vísar erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingnefndar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um sölu eigna, en hafin er heildstæð skoðun á möguleikum til sölu á fasteignum sveitarfélagsins. Fram að því er þessi íbúð ekki í sölumeðferð.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010

Afgreiðsla 527. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 215. fundur - 06.10.2010

Á fundi byggðarráðs þann 9 september sl. var lagt fram bréf frá Önnu Jónu Guðmundsdóttur, leigjanda Jöklatúns 22, Skr. þar sem hún annars vegar óskar eftir viðræðum um kaup á fasteigninni og hins vegar óskar eftir leyfi til að setja á eigin kostnað, rafmagnsnuddpott á lóð fasteignarinnar. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að rafmagnspotturinn verði settur á lóð Jöklatúns 22 og vísar þeim hluta erindisins til afgreiðslu skipulags- og byggingnefndar. Meðfylgjandi erindinum er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd. Erindið samþykkt.Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.