Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

527. fundur 09. september 2010 kl. 09:00 - 09:56 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1009043Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar 2011 og stefnt að því að rammi að henni verði tilbúinn um mánaðamótin september/október 2010.

2.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010

Málsnúmer 1009046Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að endurskoða fjárhagsáætlun ársins 2010. Við endurskoðun áætlunarinnar skal taka inn breytingar sem orðið hafa vegna ákvarðana byggðarráðs og sveitarstjórnar á árinu, ásamt breytingum sem orðið hafa vegna ákvarðana sem teknar hafa verið af ríkisvaldinu og áhrif hafa haft á rekstur sveitarfélagsins. Ekki skulu gerðar breytingar á liðum sem lítur út fyrir að framúrkeyrsla verði á, ef ekki liggja fyrir heimildir byggðarráðs eða sveitarstjórnar.

Endurskoðun skal lokið fyrir mánaðamótin september/október 2010.

3.Jöklatún 22 - erindi frá leigjanda

Málsnúmer 1009049Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Önnu Jónu Guðmundsdóttur, leigjanda Jöklatúns 22, Skr. þar sem hún annars vegar óskar eftir viðræðum um kaup á fasteigninni og hins vegar óskar eftir leyfi til að setja á eigin kostnað, rafmagnsnuddpott á lóð fasteignarinnar.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að rafmagnspotturinn verði settur á lóð Jöklatúns 22 og vísar erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingnefndar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um sölu eigna, en hafin er heildstæð skoðun á möguleikum til sölu á fasteignum sveitarfélagsins. Fram að því er þessi íbúð ekki í sölumeðferð.

4.Úttektir á leik- og grunnskólum

Málsnúmer 1008322Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem tilkynnt er að það hyggist láta gera stofnanaúttektir á þremur leikskólum og þremur grunnskólum á haustmisseri 2010, sbr.lög nr. 90/2008, 91/2008 og gildandi reglugerðir um mat og eftirlit. Auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari úttekt á starfi leik- og/eða grunnskóla inna þeirra. Umsóknarfrestur er til 16. september nk.

5.Stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum

Málsnúmer 1009027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er nýútgefin handbók um gerð skólastefnu fyrir sveitarfélög.

6.Innstaland 145940 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1008329Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Innstalandi, landnr. 145940. Seljendur eru Heimspekistofa dr. Helga Pjeturs og Jón Skagfjörð Stefánsson. Kaupendur eru 1001 minkur ehf og Pétur Ingi Grétarsson.

7.Nýtt rit um skjalavörslu sveitarfélaga

Málsnúmer 1008327Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands þar sem kynnt er útgáfa á nýju leiðbeiningarriti um skjalavörslu sveitarfélaga, Handbók um skjalavörslu sveitarfélaga.

8.Skýrsla stjórnar Hafnasambandsins 2009 - 2010

Málsnúmer 1008352Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla stjórnar Hafnasambands Íslands fyrir starfsárið 2009-2010.

Fundi slitið - kl. 09:56.