Fara í efni

Uppsetning neyðarbúnaðar fyrir sjófarendur á Félagsheimilið Höfðaborg

Málsnúmer 0910058

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 494. fundur - 26.10.2009

Lagt fram erindi frá Neyðarlínunni þar sem stofnunin óskar eftir að að koma upp fjarskiptabúnaði á Hofsósi, neyðarfjarskipti fyrir sjófarendur og setja á Félagsheimilið Höfðaborg en þar eru fjarskiptatæki fyrir.

Byggðarráð samþykkir að heimila uppsetninguna fyrir sitt leyti, en málið fer einnig fyrir byggingar- og skipulagsnefnd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009

Afgreiðsla 494. fundar byggðaráðs staðfest á 254. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 189. fundur - 11.11.2009

Uppsetning neyðarbúnaðar fyrir sjófarendur á Félagsheimilið Höfðaborg – Erindi vísað frá byggðarráði en þar var það til umfjöllunar 26.101.2009. Á fundinum var eftirfarandi bókað.

"Lagt fram erindi frá Neyðarlínunni þar sem óskað er eftir að að koma upp fjarskiptabúnaði á Hofsósi, neyðarfjarskipti fyrir sjófarendur og setja á Félagsheimilið Höfðaborg en þar eru fjarskiptatæki fyrir. Byggðarráð samþykkir að heimila uppsetninguna fyrir sitt leyti, en málið fer einnig fyrir byggingar- og skipulagsnefnd."Í tölvupósti, umsókn sem barst 15.10.sl., kemur fram að um sé að ræða lítinn skáp ca. 60*60*60 sm. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið en óskar jafnframt eftir að gerð verði nánari grein fyrir staðsetningu búnaðar á uppdrætti.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 255. fundur - 01.12.2009

Afgreiðsla 189. fundar skipulags og byggingarnefndar staðfest á 255. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.