Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

509. fundur 11. mars 2010 kl. 10:00 - 11:11 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Þriggja ára áætlun 2011 - 2013

Málsnúmer 1003007Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri lagði fram og skýrði þriggja ára áætlun 2011-2013.

Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Samkomulag við VÍS um vátryggingar

Málsnúmer 0811013Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag frá 3. janúar 2006 við Vátryggingafélag Íslands um tryggingar sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir að segja samkomulaginu upp fyrir 30. júní nk. og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa nýtt útboð trygginga fyrir sveitarfélagið.

3.Samstarf á sviði þekkingarstarfsemi - Sveitarfélagið Hornafjörður

Málsnúmer 1003075Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um aukið samstarf héraðanna á sviði þekkingarstarfsemi. Markmið samningsins er að efla núverandi samstarf og samráð varðandi eflingu þekkingarstarfsemi í framangreindum sveitarfélögum.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna frekar að málinu.

4.Þjóðlendukröfur

Málsnúmer 0801016Vakta málsnúmer

Erindi frá óbyggðanefnd. Þjóðlendumál á vestanverðu Norðurlandi, nyrðri hluta (7B). Kynning á kröfum þeirra er telja til eignarréttinda á sama svæði og íslenska ríkið hefur gert þjóðlendukröfu til og kynning á viðbótarkröfum íslenska ríkisins.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.

5.Áætlanir um úthlutanir framlaga 2010

Málsnúmer 1003013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áætlun um úthlutanir framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2010.

6.Árskóli - viðbygging - framkvæmdir og fjármögnun

Málsnúmer 0906024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi umræðu um stækkun Árskóla.

7.Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - Niðurskurður á fjárlögum

Málsnúmer 1002033Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf heilbrigðisráðuneytisins vegna svohljóðandi bókunar 258. fundar sveitarstjórnar um málefni Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki:

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega þeim niðurskurði fjárframlaga sem Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki verður fyrir á fjárlögum ársins 2010 og er langt umframflestar aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu. Með boðuðum niðurskurði er vegið að grunnstoðum skagfirsks samfélags og velferðarþjónustu í héraðinu. Lýst er miklum áhyggjum yfir þeirri skerðingu á þjónustu sem framundan er. Þá er algerlega óviðunandi að þjónusta ljósmæðra við barnshafandi konur verði skert og fæðingardeild Heilbrigðisstofnunarinnar lokað. Sveitarstjórn skorar því enn og aftur á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki."

Í bréfi ráðherra segir: "Ráðuneytið hefur lagt áherslu á að gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar um land allt verði tryggð eins og kostur er miðað við aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hefur heilbrigðisráðherra m.a. í því skyni fundað með forstjórum heilbrigðisstofnana og kynnt þeim áherslur sínar vegna þess samdráttar sem nauðsynlegur er í heilbrigðisþjónustunni. Jafnframt hefur verið óskað eftir því við landlækni að hann fylgist með áhrifum aðgerða á heilbrigði þjóðarinnar og gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar."

Byggðarráð ítrekar ályktun sveitarstjórnar um endurskoðun á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki og telur svar ráðherra ófullnægjandi. Byggðarráð ítrekar einnig ósk um fund með ráðherra um málið.

8.Kynning skipulagstillögu með fullnægjandi hætti

Málsnúmer 1003018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun þar sem stofnunin áréttar að hún mun framvegis ekki afgreiða aðalskipulagstillögur fyrir auglýsingu skv. 2. mgr. 17.gr skipulags- og byggingarlaga nema fyrir liggi upplýsingar um hvenær og hvernig tillagan var kynnt íbúum skv. 1. mgr. 17. gr. laganna.

9.Staðfesting fundargerða án umræðu

Málsnúmer 1003025Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á því að ekki nægir fyrir sveitarstjórnir að staðfesta fundargerðir án umræðu. Að mati Skipulagsstofnunar, þarf í þeim málum sem áskilið er að sveitarstjórn taki ákvörðun í, verði sveitarstjórn að fjalla sérstaklega um tillögu undirnefnda sinna og taka afstöðu til þeirra, en ekki nægir að sveitarstjórn samþykki fundargerð undirnefndar í heild sinni. Verður slíkt jafnframt að koma skýrt fram í fundargerð sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 11:11.