Fara í efni

Kynning skipulagstillögu með fullnægjandi hætti

Málsnúmer 1003018

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 509. fundur - 11.03.2010

Lagt fram til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun þar sem stofnunin áréttar að hún mun framvegis ekki afgreiða aðalskipulagstillögur fyrir auglýsingu skv. 2. mgr. 17.gr skipulags- og byggingarlaga nema fyrir liggi upplýsingar um hvenær og hvernig tillagan var kynnt íbúum skv. 1. mgr. 17. gr. laganna.

Skipulags- og byggingarnefnd - 202. fundur - 12.03.2010

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 23. febrúar 2010 varðandi kynningu á skipulagstillögum, sbr 1. mgr. 17 gr. skipulags- og byggingarlaga. Bréfið er til allra sveitarstjórna og hér lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Afgreiðsla 509. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.