Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

468. fundur 05. mars 2009 kl. 10:00 - 11:29 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Slysavarnafélagið Landsbjörg - til upplýsingar

Málsnúmer 0902066Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu sem inniheldur upplýsingar um vinnu sjálfboðaliða björgunarsveita á hálendinu sl. sumar.

2.Aðalgata 16 (Kaffi Krókur) - ósk um lækkun fasteignagjalda

Málsnúmer 0806072Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 439. fundi byggðarráðs. Eigandi fasteignarinnar Aðalgötu 16 óskar eftir lækkun eða niðurfellingu fasteignagjalda á meðan endurbætur á húsinu standa yfir.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk skv. 5. gr. reglna sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Upphæð styrksins nemur 70% af álögðum fasteignaskatti ársins 2008.

3.Aðalgata 16 - Umsókn um styrk á móti greiðslu fasteignaskatta

Málsnúmer 0903022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Kaffi Krók ehf, eiganda fasteignarinnar Aöalgötu 16. Sótt er um styrk skv. reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra að óska eftir frekari gögnum.

4.Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013, 192. mál.

Málsnúmer 0903010Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfisnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013, 192. mál.
Byggðarráð gagnrýnir verklagið við gerð náttúruverndaráætlunarinnar og þann stutta umsagnartíma sem gefinn er og telur þetta ekki vera mál sem kallar á sérstaka flýtimeðferð. Byggðarráð leggur því til að afgreiðslu þingsáætlunarinnar verði frestað þar til vinnu við gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma lýkur. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir árslok 2009. Henni er ætlað að mynda grunn að áætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða.
Bjarni Jónsson óskar bókað: "Ég fagna þingsályktunartillögunni en legg áherslu á að gefið sé svigrúm til nauðsynlegs samráðs um málið."

5.Hofsstaðir fnr.214-2579. Umsókn um niðurf. fgj. 2009.

Málsnúmer 0902034Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Vésteini Vésteinssyni þar sem hann óskar eftir að fasteignagjöld verði felld niður eða lækkuð verulega af fasteigninni Hofsstaðir 214-2579.
Byggðarráð hafnar erindinu.

6.Boð um ferð upp á miðju hálendis Íslands.

Málsnúmer 0903025Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Skagafjarðardeild 4x4 þar sem sveitarstjórnarfulltrúum er boðið til að vera viðstaddir vígslu miðju Íslands þann 7. mars 2009. Miðja Íslands er austan við Ingólfsskála norðan Hofsjökuls við svokallaða Illviðrahnjúka.
Byggðarráð þakkar gott boð og beinir því til sveitarstjórnarfulltrúa að þeir sem sjái sér fært að þiggja boðið tilkynni þátttöku sína.

7.Þjónustustig tiltekinna flugvalla v. sparnaðarráðstafana

Málsnúmer 0903013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Flugstoðum þar sem tilkynnt er um lækkun þjónustustigs á Sauðárkróksflugvelli (Alexandersflugvelli) vegna sparnaðarráðstafana. Þjónustutími flugvallarins verður styttur frá 1. apríl nk. og miðast við áætlunarflug. Þjónusta við sjúkra- og neyðarflug verður óbreytt.

8.Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 0807032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar iðnaðarráðuneytisins við erindi byggðarráðs Skagafjarðar frá 27. ágúst 2008 varðandi bókun ráðsins um mat á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3. Þar segir m.a. "Í bréfi Landsnets hf. til yðar dagsettu 17. september sl. eru rakin með ítarlegum hætti þau atriði sem vegast á þegar teknar eru ákvarðanir um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Meðal þess sem vikið er að í bréfinu eru þau atriði sem hafa þarf í huga þegar kannað er hvort leggja skuli streng eða loftlínu. Iðnaðarráðuneyti telur í svarinu komi fram með fullnægjandi hætti hvernig Landsnet hf. vegur rök sem standa til vals á milli loftlínu og streng í hvert sinn og telur að ekki sé efni til að bæta frekar við þá greinargerð. Af greinargerð Landsnets hf. er þó ljóst að verulegur munur á kostnaði mismunandi leiða hefur afgerandi þýðingu við ákvarðanatöku."

9.Áætlanir um úthlutanir framlaga á árinu 2009

Málsnúmer 0903017Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar áætlanir um úthlutanir framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2009, annarra en tekjujöfnunarframlags og aukaframlags.

10.Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélag

Málsnúmer 0902057Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga í Malmö, Svíþjóð, dagana 22.-24. apríl nk.

Fundi slitið - kl. 11:29.