Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

581. fundur 02. febrúar 2012 kl. 09:00 - 11:51 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Gólfefni til varnar parketi í íþróttahúsi

Málsnúmer 1110199Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið kom Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs til viðræðu um möguleg gólfefni til varnar parketi í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki, þegar haldnir eru þar dansleikir og aðrar samkomur.

Byggðarráð samþykkir að fela umsjónarmanni íþróttamannvirkja og tæknideild sveitarfélagsins að koma með tillögur að lausn málsins.

2.Aðstaða fyrir blaðamenn á Sauðárkróksvelli

Málsnúmer 1201221Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson formaður byggðarráðs vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.

Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls þar sem fram kemur að deildin hefur hug á að reisa aðstöðu fyrir blaðamenn á íþróttavellinum á Sauðárkróki á eigin kostnað. Meistaraflokkur karla mun leika í 1. deild á sumri komanda og búist er við töluverðri umfjöllun.

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að aðstaðan verði byggð á kostnað Ungmennafélagsins Tindastóls, en erindið á eftir að fara fyrir skipulags- og byggingarnefnd og til umsagnar umsjónarmanns íþróttamannvirkja.

3.Ósk um rökstuðning

Málsnúmer 1201236Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Þresti I. Jónssyni og Kolbrúnu Jónsdóttur þar sem þau óska eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun menningar- og kynningarnefndar að hafna tilboði þeirra til að reka Félagsheimilið Ljósheima. Sjá afgreiðslu mála 1110134 og 1201054.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu menningar- og kynningarnefndar.

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskar bókað:

Við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn Skagafjarðar tók ég fram að augljóslega hefði orðið á mistök við afgreiðslu málsins á fyrri stigum og það eina rétta í stöðunni væri að ganga til viðræðna við þá sem skiluðu inn tilboðum í rekstrinum í góðri trú um að góðir stjórnsýsluhættir og jafnræði ríkti við afgreiðslu málsins, en svo reyndist ekki vera. Hér með er skorað á meirihlutann að viðurkenna mistök og ganga strax til viðræðna við Þröst Inga Jónsson og Kolbrúnu Jónsdóttur sem áttu hæsta tilboð í rekstur Ljósheima.

Byggðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Ákvörðun sveitarstjórnar um útleigu Ljósheima liggur fyrir og vísast til afgreiðslu 286. fundar þann 25. janúar 2012.

Þorsteinn Broddason, Samfylkingu óskar bókað:

Það er ljóst að bæta þarf aðferðarfræði sveitarfélagsins Skagafjarðar í útleigu mannvirkja og innkaupum fyrir sveitarfélagið eins og þetta mál ber með sér. Reglur um þetta þurfa að líta dagsins ljós sem allra fyrst til að tryggja góða stjórnsýsluhætti og jafnréttisgrundvöll fyrir alla íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í verkefnum þess. Menningar- og kynningarnefnd hefur nú 6 daga til að skila rökstuðningi og áskil ég mér rétt til að taka þetta mál aftur upp þegar sá rökstuðningur hefur borist.

4.Sólgarðaskóli - sumarleiga

Málsnúmer 1201263Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Erni Þórarinssyni, þar sem hann óskar eftir að fá Sólgarðaskóla í Fljótum ásamt skólastjórabústað á leigu vegna reksturs ferðaþjónustu sumarið 2012.

Byggðarráð samþykkir að Sólgarðaskóli, Sólgarðasundlaug og skólastjórabústaður við Sólgarða verði auglýst til leigu sameiginlega vegna ferðaþjónustu í sumar. Erindi umsækjanda synjað, en honum bent á að sækja aftur um ef áhugi verður fyrir hendi, þegar fasteignirnar verða auglýstar til leigu.

5.Fyrirspurnir fyrir Byggðaráð

Málsnúmer 1201290Vakta málsnúmer

Lagðar fram eftirfarandi fyrispurnir frá Sigurjóni Þórðarsyni:

Óska eftir að fá upplýsingar um heildarskuldir sveitarfélagsins um sl. áramót og þar með taldar skuldir Skagafjarðarveitna ehf.; langtímaskuldir, skammtímaskuldir og skuldbindingar. Sömuleiðis óska ég eftir að fá upplýsingar um heildartekjur sveitarfélagsins á árinu 2011 A og B hluta þar með taldar tekjur Skagafjarðarveitna ehf.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga um tekjur og skuldir í lok árs 2011 eins þær liggja fyrir núna í óendurskoðuðu bókhaldi sveitarfélagsins og senda byggðarráðsmönnum.

Til stendur að stytta opnunartíma Sundlaugar Sauðárkróks frá og með næstu mánaðarmótum, þannig að í stað þess að lokað verði kl. 21, þá mun verða lokað kl. 20. Óskað er eftir því að fá upplýsingar um hvað sparast háar fjárhæðir á mánuði við styttan opnunartíma. Óskað er eftir því að fá yfirlit yfir heildarlaunakostnað Sveitarfélagsins Skagafjarðar allra fastra starfsmanna á "frístundasviði" á árinu 2011 og hversu marga mánuði viðkomandi var í vinnu.

Byggðarráð samþykkir að fá frístundastjóra á næsta fund byggðarráðs til þess að fara yfir þetta mál og leggja fram gögn í samræmi við fyrirspurn Sigurjóns.

6.Málþing um sveitarstjórnarmál á Akureyri

Málsnúmer 1201205Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá innanríkisráðuneytinu þar sem kynnt er málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem haldið verður á Akureyri föstudaginn 10. febrúar 2012.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda fundarboðið á formenn nefnda sveitarfélagsins.

7.Þriggja ára áætlun 2013-2015

Málsnúmer 1201004Vakta málsnúmer

Þriggja ára áætlun 2013-2015 rædd.

8.Byggingarnefnd Árskóla - 5

Málsnúmer 1201019FVakta málsnúmer

Fundargerð 5. fundar byggingarnefndar Árskóla lögð fram til staðfestingar á 581. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.

8.1.Gögn fyrir nefndina

Málsnúmer 1201229Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar bygginganefndar Árskóla staðfest á 581. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum og vísar endanlegri afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar að undangengnum kynningarfundi fyrir sveitarstjórnarfulltrúa.

9.Samningur við Markaðsskrifstofu Norðurlands

Málsnúmer 1201274Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samstarfssamningur á milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Markaðsstofu Norðurlands, sem miðar að því að vinna að fjölga heimsóknum og lengja dvöl ferðamanna á Norðurlandi vestra í samstarfi og samvinnu við ferðaþjónustufyrirtæki og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til hagsbóta fyrir atvinnulífið og samfélagið.

Fundi slitið - kl. 11:51.