Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

837. fundur 13. september 2018 kl. 08:30 - 09:53 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019-2023

Málsnúmer 1806288Vakta málsnúmer

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2019 fyrir A og B hluta samstæðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Gert er ráð fyrir að A-hluti sýni rekstrarafgang að fjárhæð 634 þús.kr. í árslok 2019 og samstæðan í heild 110.561 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan fjárhagsramma og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar og umfjöllunar í nefndum.

Byggðarráð samþykkir einnig að fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2019-2023 fari fram í sveitarstjórn þann 17. október 2018 og sú síðari þann 12. desember 2018.

2.Viðbygging við Ársali

Málsnúmer 1808183Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 134. fundar fræðslunefndar frá 29. ágúst 2018 þar sem nefndin leggur til að ráðist verði í viðbyggingu við leikskólann Ársali á Sauðárkróki, yngra stig og undirbúningur hafinn hið allra fyrsta.
Byggðarráð samþykkir að hafin verði hönnun á viðbyggingu við leikskólann Ársali, yngra stig.

3.Borgarflöt 17E, 236-8130 - kaupsamningur

Málsnúmer 1809046Vakta málsnúmer

Lagður fram kaupsamningur á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Leikfélags Sauðárkróks. Sveitarfélagið selur leikfélaginu 50% óskiptan eignarhlut í fasteigninni Borgarflöt 17E, Sauðárkróki. Söluverð er 7.500.000 kr. Heimild til sölunnar er í viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2018.
Byggðarráð samþykkir framlagðan kaupsamning.

4.Umsögn um frumvarp um Þjóðgarðastofnun

Málsnúmer 1809036Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 5. september 2018 varðandi umsögn sambandsins um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun. Umsagnir um frumvarpið má sjá í samráðsgátt Stjórnarráðsins.

5.Flæðagerði 189714.Reiðh.Svaðastaðir - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

Málsnúmer 1809124Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1809106 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dagsettur 11. september 2018. Óskað er umsagnar um umsókn Flugu ehf., um tækifærisleyfi skv. 17.gr. laga nr. 85/2007 vegna Laufskálaréttardansleiks sem fyrirhugað er að halda þann 29. september 2018 í Reiðhöllinni Svaðastöðum, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

6.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2018-2022

Málsnúmer 1809024Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2018-2022. Breytingar rekstrartekna til hækkunar eru 25.500 þús.kr. og hækkun rekstrargjalda nemur sömu fjárhæð. Breyting á rekstrarniðurstöðu er 0 kr.
Í viðaukanum eru fjárfestingar Skagafjarðarveitna - hitaveitu lækkaðar um 3.000 þús.kr. og fjárfestingar eignasjóðs hækkaðar um 12.000 þús.kr. Samtals hækka fjárfestingar um 9.000 þús.kr. Lagt er til að fjárfestingunni verði mætt með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Borgarey 146150 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1808200Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um landskipti úr landi Borgareyjar, landnúmer 146150 samkvæmt framlögðum uppdrætti.

8.Tilkynning um fasteignamat 2019

Málsnúmer 1808220Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 27. ágúst 2018 þar sem tilkynnt er um fasteignamat 2019. Fasteignamat í Sveitarfélaginu Skagafirði hækkar um 11,9% og landmat um 10,6% frá árinu 2018. Heildar fasteignamat á landinu hækkar um 12,8% og landmat um 13,7%.

9.Lóð 40 á Nöfum

Málsnúmer 1808201Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að lóð 40 á Nöfum verði auglýst laus til leigu.

10.Tímatákn ehf. - aðalfundur 2018

Málsnúmer 1809122Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Tímatákns ehf. fyrir árið 2017. Einnig lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar þann 11. september 2018.

11.Tímatákn ehf. - fundargerðir stjórnar árið 2018

Málsnúmer 1809129Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Tímatákns ehf. frá 11. september 2018.

12.Stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024- opið fyrir umsóknir um framlög

Málsnúmer 1809017Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur 3. september 2018 þar sem vakin er athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024.

13.Skagfirskar leiguíbúðir hses - ársreikningur 2017

Málsnúmer 1807154Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Skagfirskra leiguíbúða hses. fyrir árið 2017.

Fundi slitið - kl. 09:53.