Fara í efni

Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2018-2022

Málsnúmer 1809024

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 837. fundur - 13.09.2018

Lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2018-2022. Breytingar rekstrartekna til hækkunar eru 25.500 þús.kr. og hækkun rekstrargjalda nemur sömu fjárhæð. Breyting á rekstrarniðurstöðu er 0 kr.
Í viðaukanum eru fjárfestingar Skagafjarðarveitna - hitaveitu lækkaðar um 3.000 þús.kr. og fjárfestingar eignasjóðs hækkaðar um 12.000 þús.kr. Samtals hækka fjárfestingar um 9.000 þús.kr. Lagt er til að fjárfestingunni verði mætt með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 373. fundur - 19.09.2018

Vísað frá 837. fundi byggðarráðs 13. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2018-2022. Breytingar rekstrartekna til hækkunar eru 25.500 þús.kr. og hækkun rekstrargjalda nemur sömu fjárhæð. Breyting á rekstrarniðurstöðu er 0 kr. Í viðaukanum eru fjárfestingar Skagafjarðarveitna - hitaveitu lækkaðar um 3.000 þús.kr. og fjárfestingar eignasjóðs hækkaðar um 12.000 þús.kr. Samtals hækka fjárfestingar um 9.000 þús.kr. Lagt er til að fjárfestingunni verði mætt með lækkun handbærs fjár. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Ólafur Bjarni Haraldsson og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.

Viðauki nr 5 við fjárhagsáætlun 2018-2022 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.