Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

601. fundur 30. ágúst 2012 kl. 09:00 - 11:21 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Stuðningsbeiðni

Málsnúmer 1112139Vakta málsnúmer

Erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi varðandi ósk um stuðning við verkefnið Flugklasinn Air 66N. Málið áður á dagskrá 578. fundar byggðarráðs og var vísað til umsagnar atvinnu- og ferðamálanefndar.
Umsögn 78. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar er eftirfarandi: "Nefndin samþykkir að mæla með því við Byggðarráð að leggja verkefninu til kr. 500.000 í styrk en beina því jafnframt til klasans að horft verði til Alexandersflugvallar við Sauðárkrók sem varaflugvallar fyrir millilandaflug til Norðurlands."
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 500.000 kr. með fjármunum af málaflokki 13090.

2.Styrkumsókn

Málsnúmer 1206277Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd óskar heimildar byggðarráðs fyrir að veita MS-félaginu styrk að upphæð 50.000 kr. af gjaldalið 02890 - Ýmsir styrkir og framlög.
Byggðarráð samþykkir að heimila styrkveitinguna.

3.Erindi frá 6. bekk Árskóla

Málsnúmer 1205354Vakta málsnúmer

Á 596. fundi byggðarráðs var lagt fram erindi frá 6. bekk Árskóla um ábendingar þeirra um betri nýtingu á Litla-Skógi í Sauðárgili. Var einnig ákveðið á fundinum að eiga fund með krökkunum í upphafi skólaárs 2012/2013 um tillögur þeirra.
Byggðarráð samþykkir að fela fræðslustjóra að finna tíma fyrir fund með nemendunum.

4.Hagræðingaaðgerðir

Málsnúmer 1207119Vakta málsnúmer

Þorsteinn Broddason leggur fram eftirfarandi tillögu:
Gerð verði aðgerðaráætlun sem hægt er að fylgja og hafa eftirlit með þeim tillögum sem samþykktar hafa verið, sé framfylgt. Aðgerðaráætlunin verði tilbúin þann 13. september 2012.

Bjarni Jónsson óskar bókað:
Nú þegar er unnið að aðgerðaráætlun í þessa veru og því vandalaust að samþykkja slíkt.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Byggðarráð samþykkir að hagræðingartillögur sem HLH ehf. vann fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð verði birtar í heild sinni á vef sveitarfélagsins.

5.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 1208168Vakta málsnúmer

Þorsteinn Broddason leggur til að aðalskiplag sveitarfélagsins verði gert aðgengilegra á heimasíðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð er sammála um að gerðar verði úrbætur á birtingu gagnanna og felur sveitarstjóra málið til úrvinnslu.
Jón Berndsen kemur á fundinn

6.Framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 1208167Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið kom Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs á fundinn og fór yfir stöðu framkvæmda sveitarfélagsins.

7.Byggingaframkvæmdir við Árskóla

Málsnúmer 1207120Vakta málsnúmer

Frestað. Umræður um þennan dagskrárlið fara fram á næsta byggðarráðsfundi.

8.Skagfirðingabraut 29 - Umsókn um rekstarleyfi

Málsnúmer 1208165Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Foldu sf. um rekstrarleyfi fyrir Bláfell, Skagfirðingabraut 29, 550 Sauðárkróki. Veitingaleyfi - flokkur I.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

9.Bréf frá Velferðarvaktinni í upphafi skólaárs

Málsnúmer 1208119Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Velferðarvaktinni, þar sem m.a. sveitarstjórnir og skólanefndir eru hvattar til að huga að sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs. Einnig að kostnaði heimila við kaup á skólavörum, þátttöku í frístundastarfi og skólafæði verði haldið í lágmarki og hindri í engu þátttöku barna í leik og starfi.

10.Viðaukar við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 1208085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar álit nr. 2/2012 frá reikningsskila- og upplýsinganefnd um samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga - 63. gr. sveitarstjórnarlaga. Bindandi áhrif ákvörðunar um fjárhagsáætlun ársins.
Niðurstaðan er eftirfarandi:
Það er niðurstaða reikningsskila- og upplýsinganefndar að skilgreina tilfærslur milli "liða", í þegar samþykktri fjárhagsáætlun, eins og það er orðað í 63. gr. sveitarstjórnarlaga, sem tilfærslur á milli málaflokka (sbr. viðauka 2.5. hér að ofan). Sem dæmi má nefna tilfærslur frá fræðslumálum og yfir til æskulýðs- og íþróttamála. Tilfærslur innan málaflokks án þess að heildarútgjöld vaxi, falla undir daglegan rekstur og eðlilega fjármálastjórn. Ekki er ætlast til að slíkir gjörningar séu lagðir fyrir
sveitarstjórn til samþykktar. Hafa ber þó í huga verulega breytingar skal leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Það getur svo verið góð vinnuregla að gera sveitarstjórn grein fyrir smærri tilfærslum tvisvar til þrisvar sinnum yfir árið. Hvernig málaflokkar eru skilgreindir kemur fram í viðauka 2.5 í auglýsingu 229/2012. Tillögur um tilfærslur þar á milli skulu ávallt samþykkjast af sveitarstjórn.

11.Breiðstaðir 145925 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1208135Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki um aðilaskipti á jörðinni Breiðstöðum, landnúmer 145925. Seljandi er Jónhallur Björgvin Benediktsson. Kaupandi er Benedikt Agnarsson.

Fundi slitið - kl. 11:21.