Fara í efni

Hagræðingaaðgerðir

Málsnúmer 1207119

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 598. fundur - 19.07.2012

Á öðrum fundi núverandi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sumarið 2010 var rædd brýn þörf á að fara í heildarendurskipulagningu og markvissa endurskoðun á rekstri Sveitarfélagsins. Í ársbyrjun 2011 hófst vinna við skoðun á rekstri Sveitarfélagsins og haustið 2011 var samið við rekstrarráðgjafann Harald Líndal Haraldsson um heildstæða rekstrarúttekt sem hann hefur nú skilað af sér. Í framhaldi af þeirri úttekt og vegna 64.gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, þá mega samanlögð heildarútgjöld vegna A og B-hluta í reikningsskilum sveitarfélaga ekki vera hærri á hverju þriggja ára tímabili en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar í umboði sveitarstjórnar, samþykkir að fara í hagræðingaraðgerðir og stjórnskipulagsbreytingar sem kynntar voru á fundinum. Tillögurnar hafa verið kynntar öðrum sveitarstjórnarfulltrúum sem allir hafi lýst sig fylgjandi breytingunum.

Bæði er um almennar aðgerðir að ræða sem og breytingar á skipuriti sveitarfélagsins. Einn liður í þessum aðgerðum er að ná niður launakostnaði og er eitt af markmiðunum að hann verði orðinn um 57% af heildartekjum árið 2014 en er í dag um 65,9%, sem er óviðunandi. Helstu breytingar eru þær að sviðum verður fækkað úr sjö í þrjú, en þau verða fjármála- og stjórnsýslusvið, veitu- og framkvæmdarsvið og fjölskyldusvið.

Rekstrarformi Skagafjarðarveitna ehf verður breytt og verður það með sama hætti og aðrar B-hluta stofnanir sveitarfélagsins. Sameining verður á Skagafjarðarveitum, þjónustumiðstöð (áhaldahúsi) og eignasjóði. Einnig mun markaðs-og þróunarsvið verða sameinað fjármála-og stjórnsýslusviði.
Atvinnu- og ferðamálanefnd og menningar-og kynningarnefnd verða sameinaðar í eina nefnd.

Nýtt stjórnskipulag tekur gildi 1.september n.k. Hluti þessara breytinga kalla á breytingar á samþykktum sveitarfélagsins í samræmi við lög.
Stefnt er að kynningafundi fyrir íbúa sveitarfélagsins í byrjun september n.k. þegar sem flestir verða komnir úr sumarleyfum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 601. fundur - 30.08.2012

Þorsteinn Broddason leggur fram eftirfarandi tillögu:
Gerð verði aðgerðaráætlun sem hægt er að fylgja og hafa eftirlit með þeim tillögum sem samþykktar hafa verið, sé framfylgt. Aðgerðaráætlunin verði tilbúin þann 13. september 2012.

Bjarni Jónsson óskar bókað:
Nú þegar er unnið að aðgerðaráætlun í þessa veru og því vandalaust að samþykkja slíkt.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Byggðarráð samþykkir að hagræðingartillögur sem HLH ehf. vann fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð verði birtar í heild sinni á vef sveitarfélagsins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 602. fundur - 06.09.2012

Staða hagræðingaraðgerða rædd og samþykkt að taka málið aftur á dagskrá á næsta fundi. Upplýst var að búið er að setja skýrslu Haraldar L. Haraldssonar á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er búið að auglýsa kynningarfundi fyrir íbúa sveitarfélagsins þar sem Haraldur mun kynna helstu niðurstöður skýrslunnar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 603. fundur - 13.09.2012

Farið yfir stöðu hagræðingaraðgerða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 601. fundar byggðaráðs staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 602. fundar byggðaráðs staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 603 fundar byggðaráðs staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.