Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

500. fundur 04. desember 2009 kl. 10:30 - 12:20 í Miðgarði
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sparkvöllur í Varmahlíð

Málsnúmer 0910136Vakta málsnúmer

Styrkbeiðni frá stjórn Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára þar sem óskað er eftir styrk til þess að félagið geti klárað gerð sparkvallar í Varmahlíð skv. samningi við sveitarfélagið þar um. Málið áður á dagskrá 499. fundar byggðarráðs.

Sveitarstjóri lagði fram tillögu um að fjármagn til að ljúka framkvæmdinni yrði tekið af framkvæmdaliðum sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2009 og ekki verður farið í á árinu. Áætluð fjárhæð er kr. 3.000.000.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

2.Niðurfelling á gatnagerðargjaldi

Málsnúmer 0911128Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Nemendagörðum Skagafjarðar ses. þar sem félagið sækir um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum vegna átta íbúða sem félagið áformar að byggja við Laugatún.

Byggðarráð hafnar erindinu.

3.Íbúðir við Nátthaga á Hólum

Málsnúmer 0911119Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi B. Eyþórssyni fjármálastjóra Háskólans á Hólum varðandi íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins að Hólum. Spurt er um hvort möguleiki sé á þvi að sveitarfélagið bjóði núverandi leigjendum að kaupa húsnæðið sem þeir búa í.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að vinna að framgangi málsins.

4.Reiðvegur milli Sauðárkróks og Varmahlíðar

Málsnúmer 0911117Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá hestamannafélögunum Léttfeta og Stíganda varðandi reiðveg milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu í þetta verkefni árið 2010 að upphæð 1.500 þús.kr.

Páll Dagbjartsson óskar bókað: "Erindi þetta staðfestir þá skoðun mína að ástand reiðvegamála í Skagafirði er og hefur verið Skagfirðingum til vansa um langt skeið. Ég vakti athygli umhverfis- og samgöngunefndar á því fyrr á þessu ári að taka þyrfti heildstætt á þessu verkefni af hálfu sveitarfélagsins, gera áætlun til nokkurra ára um úrbætur og forgangsraða. Umhverfis- og samgöngunefnd hafnaði alfarið að aðhafast nokkuð varðandi reiðvegamál í héraði. Sú afgreiðsla var nefndinni og nefndarfulltrúum til skammar. Skipulags- og byggingarnefnd hefur einnig brugðist í því efni að taka með ábyrgum hætti á þessu verkefni við gerð Aðalskipulags fyrir Skagafjörð. Þetta eru mér mikil vonbrigði. Reiðleið milli Sauðárkróks og Varmahlíðar er vissulega bráðnauðsynlegt úrlausnarefni, en ég ítreka þá skoðun mína að gera þarf heildaráætlun um uppbyggingu reiðleiða í Skagafirði og forgangsraða þeim framkvæmdum."

Þórdís Friðbjörnsdóttir óskar bókað: "Ég mótmæli harðlega orðum Páls um vinnubrögð umhverfis- og samgöngunefndar í þessu máli og vísa til vinnu við aðalskipulag þar sem reiðvegamálin eru til meðhöndlunar."

Meirihluti byggðarráðs samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefnið.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann telji að verða eigi við erindinu og gera ráð fyrir fjármunum vegna þess í fjárhagsáætlun ársins 2010.

5.Gil land 203243 - Umsögn v. rekstrarleyfis.

Málsnúmer 0911094Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Pálínu Skarphéðinsdóttur um rekstrarleyfi til að selja gistingu að Gili, 551 Sauðárkróki. Heimagisting, flokkur I.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

6.Ljósheimar (145954) - Umsögn v. rekstrarleyfis.

Málsnúmer 0911095Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigrúnar Aadnegard um endrunýjun rekstrarleyfis fyrir Félagsheimilið Ljósheima. Veitingastaður, flokkur I - samkomusalur, gististaður, flokkur III - svefnpokagisting.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

7.Ósk um að fá Sólgarðaskóla í Fljótum á leigu sumarið 2010

Málsnúmer 0911109Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Erni Þórarinssyni þar sem hann óskar eftir að fá Sólgarðaskóla í Fljótum á leigu vegna reksturs ferðaþjónustu á komandi sumri líkt og undanfarin ár. Einnig óskar hann eftir að taka svokallað skólastjórahús á Sólgörðum á leigu næsta sumar. Bréfritari tekur fram að honum sé kunnugt um ástand hússins.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur skólastjóra Grunnskólans út að austan og starfsmanni eignasjóðs að ganga til samninga við Örn á svipuðum nótum og undanfarin ár.

8.Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög

Málsnúmer 0912021Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa), 15. mál. Þess er óskað að umsögn berist fyrir 16. desember nk.

Byggðarráð Skagafjarðar leggst gegn samþykkt frumvarpsins.

9.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun

Málsnúmer 0911072Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013, 200. mál. Tillagan var send til umsagnar á 136. og 137. löggjafarþingi. Umsagnaraðilum er hér með gefinn kostur á að senda nýja umsögn eða láta fyrri umsögn gilda.

10.Tilfærsla á þjónustu við fatlaða

Málsnúmer 0912022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011.

11.Ytri-Hofdalir land 2 218175 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 0912006Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á 9.176,7m2 úr landi Ytri-Hofdala, landnúmer 218175. Seljandi er Halldór Jónasson og kaupandi Kristján B. Jónasson.

12.Kambur 146549 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 0912005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Kambi, landnúmer 146549. Seljandi er Guðrún Hjálmarsdóttir og kaupandi Guðrún Hjálmdís Hjálmarsdóttir.

13.Ysti-Hóll (146603) - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 0911093Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Ysta-Hóli, landnr. 146603. Seljendur eru Óskar Hjaltason, Ólöf Ásta Jónsdóttir, Þorbjörn Svanur Jónsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Kristinn Herbert Jónsson, Jón Jökull Jónsson, Anna María Jónsdóttir og Ásgrímur Jónsson. Kaupandi er Magnús Pétursson.

14.Bréf til sveitarstjórna - íbúaskrá

Málsnúmer 0911125Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá þar sem minnt er á að skilafrestur vegna árlegrar íbúaskrár 1. desember er til 7. desember nk.

15.Áhorfendapallar og gólfefni í íþróttahúsið Sauðárkróki

Málsnúmer 0911074Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti byggðarráði að samkvæmt núverandi reglum Körfuknattleikssambands Íslands þá eiga kappleikir í efstu deild að fara fram á parketgólfum frá og með hausti 2010.

16.Drög að skýrslu, ástandsskoðun hreinsikerfa í sundlaugum

Málsnúmer 0910069Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að skýrslu um ástandsskoðun hreinsikerfa í sundlaugum sveitarfélagins.

17.Reikningsskila- og upplýsinganefnd - meðhöndlun leigusamninga

Málsnúmer 0911118Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá reikningsskila- og upplýsinganefnd, þar sem fram kemur samþykkt nefndarinnar um að sveitarfélög færi alla rekstrarleigusamninga vegna fasteigna í efnahagsreikning pr. 31.12. 2009.

18.Þjónusta á flugvöllum við sjúkraflug

Málsnúmer 0911079Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem kynnt er þjónusta á flugvöllum við sjúkraflug.

Fundi slitið - kl. 12:20.