Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

589. fundur 18. apríl 2012 kl. 09:00 - 10:52 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Forsetakosningar 30. júní 2012

Málsnúmer 1204108Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands um að viðmiðunardagur kjörskrár, vegna forsetakosninganna þann 30. júní 2012 sé 9. júní nk. og að kjörskrár verði sendar út 14. júní 2012.

Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir verði á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu: Steinsstöðum, Varmahlíð, Sauðárkróki, Heilbr.stofnuninni Sauðárkróki, á Skaga, að Hólum, Hofsósi og í Fljótum.

2.Óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð

Málsnúmer 1204033Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingins, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga, 220. mál. Einnig lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál.

Varðandi tillögu til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga, 220. mál, vill byggðarráð bóka eftirfarandi:

Byggðarráð leggur áherslu á að fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki verði leiðréttar þannig að sú þjónusta sem stofnunin hefur veitt undanfarin ár verði tryggð til framtíðar. Jafnframt bendir byggðarráð á það hagræði sem felst í því að reka saman heilsugæslu-, öldrunar- og sjúkraþjónustu innan sömu stofnunar, eins og gert hefur verið á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki með góðum árangri.

Byggðarráð tekur heilshugar undir tillögu til þingsályktunar um um beina þátttöku sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál.

3.Umsjón dýraeftirlits

Málsnúmer 1203405Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 73. fundar umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem óskað er heimildar til að ráða eftirlitsmann með hunda- og kattahaldi í sveitarfélaginu.

Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

4.Athugasemdir vegna lagabreytinga um fiskveiðistjórnun

Málsnúmer 1204144Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla, unnin af sérfræðingum KPMG Ísland hf, um áhrif af framkomnum tillögum um lagaumhverfi í sjávarútvegi á Sveitarfélagið Skagafjörð. Nánar til tekið frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, þingskjal 1052-657 og frumvarp til laga um veiðigjald, þingskjal 1053-658.

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi ályktun:

Við undirrituð vörum Alþingi sterklega við því að samþykkja fyrirliggjandi frumvörp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Greinargerð óháðra sérfræðinga, sem fylgir frumvörpunum og sem unnin var að beiðni sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðuneytisins, ætti að hvetja löggjafann að staldra við og ígrunda gaumgæfilega áhrif lagasetningarinnar á rekstur og afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og á sjávarbyggðir landsins. Sérfræðingarnir búast við ?umhleypingum á næstu árum meðan útgerðin lagar sig að breyttum aðstæðum? og segja að áformuð lagasetning muni verða ?mjög íþyngjandi fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja?. Enn fremur að hækkun veiðigjalds muni án efa ?kippa stoðum undan skuldsettari útgerðarfyrirtækjum.? Þá benda sérfræðingarnir á að byggðaaðgerðir frumvarpsins séu ?ólíklegar til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að?, enda skorti enn þann ?langtímastöðugleika sem getur skapað grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnulífs í sjávarbyggðum?. Undirritaðir telja að þessi varnaðarorð, sem fylgja frumvörpunum, séu meira en næg ástæða fyrir alþingismenn til að leggja málin til hliðar frekar en að stuðla að því að lögfesta þau og stuðla þannig að ?umhleypingum? með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki í sjávarbyggðum landsins, m.a. mögulegri lækkun launa sjómanna og fiskverkafólks, lækkunar útsvarstekna sveitarfélaga, minni fjárfestingagetu sjávarútvegsfyrirtækja á landsbyggðinni og þar með en minni atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni en nú er. Við slíkt verður ekki unað.

Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Jón Magnússon og Þorsteinn T. Broddason.

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskar bókað:

Frumvörp ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum eru í engu samræmi við það sem stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir síðustu kosningar. Mesti ávinningur sveitarfélaganna og þjóðfélagsins alls felst í því að auka sjávarafla og frelsi og jafnræði til veiða. Augljóst er að það eitt að aðskilja fjárhagslega veiðar og fiskvinnslu mun tryggja sveitarfélögunum strax gríðarlegan tekjuauka. Sveitarfélagið Skagafjörður sem og önnur sveitarfélög ættu að varast að spyrða hagsmuni sína beint við hagsmuni einstaka útgerðarmanna eða fyrirtækja en dæmin sanna vítt og breitt um landið hversu fallvalt og varhugavert það getur reynst. Braskið með sameiginlega auðlind þjóðarinnar m.a. hjá forráðamönnum KS hafa algerlega misboðið almenningi og breytingar á stjórn fiskveiða eiga miða að því að hagur almennings verði hafður í öndvegi.

5.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201010Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 19. mars 2012, lögð fram til kynningar 589. fundi byggðarráðs þann 18. apríl 2012, ásamt greinargerð og tillögum sem afhentar voru á fundi þann 20. mars 2012 með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að styrkja stöðu landshlutans.

6.Tímasetning 20. ársþings SSNV 2012

Málsnúmer 1204050Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá SSNV varðandi 20. ársþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þingið verður haldið 12. og 13. október 2012 í boði Sveitarfélagsins Skagastrandar.

7.Úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 1112411Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi tillögur sveitarfélagsins að sérreglum vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012. Kemur þar fram að ráðuneytið geti ekki samþykkt allar tillögur sveitarfélagsins. Erindið fer til afgreiðslu atvinnu- og ferðamálanefndar.

8.Hóll 145979-tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1203209Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem tilkynnt er um sölu á helmings hlut jarðarinnar Hóll í Sæmundarhlíð, landnúmer 145979. Seljandi er Bjarni H. Jónsson og kaupendur Jón Grétarsson og Hrefna Hafsteinsdóttir.

9.Mælifellsá - Ítrekar höfnun við lagningu háspennulínu

Málsnúmer 1204041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Margeiri Björnssyni, Mælifellsá, þar sem hann hafnar lagningu 220kV háspennulínu (loftlínu) um eignarjörð sína, Mælifellsá og áréttar bréf sitt um sama málefni sent framkvæmdaaðilum, skipulagsyfirvöldum og sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar í júlí 2011.

10.Ályktun búnaðarþings 2012

Málsnúmer 1204043Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur er inniheldur afrit af bréfi frá Bændasamtökum Íslands, sent Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra varðandi ályktun búnaðarþings 2012 um tvöfalda búsetu. Markmið: Fólki verði gert kleift að taka þátt í kostnaði við rekstur fleiri en eins sveitarfélags með skiptingu útsvars. Leiðir: Einstaklingum verði heimilt að skrá tvöfalda búsetu þannig að útsvarstekjur skili sér í réttu hlutfalli við búsetutíma. Framgangur: Ályktun verði send Sambandi íslenskra sveitarfélaga, innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti.

11.Samráðsfundur með skipulagsfulltrúum og fleirum

Málsnúmer 1204083Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skipulagsstofnun um árlegan samráðsfund Skiplagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna 26. og 27. apríl 2012 á Hellu.

12.Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 1204084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem gerð er á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga frá 13. maí 2011 og 5. október 2011.

Fundi slitið - kl. 10:52.