Fara í efni

Mælifellsá - Ítrekar höfnun við lagningu háspennulínu

Málsnúmer 1204041

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 589. fundur - 18.04.2012

Lagt fram til kynningar bréf frá Margeiri Björnssyni, Mælifellsá, þar sem hann hafnar lagningu 220kV háspennulínu (loftlínu) um eignarjörð sína, Mælifellsá og áréttar bréf sitt um sama málefni sent framkvæmdaaðilum, skipulagsyfirvöldum og sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar í júlí 2011.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 589. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 234. fundur - 09.05.2012

Lagt fram bréf Margeirs Björnssonar kt. 191038-2079 dagsett 30. mars 2012 varðandi lagningu Blöndulínu 3 um jörðina Mælifellsá þar sem hann hafnar lagningu 220kV háspennulínu um eignarjörð sína, Mælifellsá. Jafnframt áréttar hann bréf sitt um sama málefni sent framkvæmdaaðilum, skipulagsyfirvöldum og sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar í júlí 2011.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.