Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

5. fundur 06. júlí 2022 kl. 14:00 - 14:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Á 2. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 27. júní 2022, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 28. júní 2022 og lýkur 16. ágúst 2022.

Álfhildur Leifsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

1.Staðsetning á nýjum ærslabelg á Sauðárkróki

Málsnúmer 2206335Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá hollvinasamtökunum Leikum á Króknum, dags. 30. júní 2022 en í því kemur fram að samtökin hyggjast fjárfesta í nýjum hoppubelg til að koma fyrir á Sauðárkróki. Velt er upp 5 möguleikum í staðsetningu á nýjum belg og óskað eftir samþykki byggðarráðs fyrir staðsetningunni.
Byggðarráð þakkar hollvinasamtökunum Leikum á Króknum fyrir gott framtak og vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til vals á staðsetningu.

2.Ályktun frá körfuknattleiksdeild Tindastóls

Málsnúmer 2207014Vakta málsnúmer

Tekin fyrir ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem fram fór 20. júní 2022 þar sem skorað er á Skagafjörð sveitarfélag að hefjast þegar handa við stækkun á íþróttahúsinu á Sauðárkróki en að mati deildarinnar er umfang starfsemi í húsinu farið að hafa verulega hamlandi áhrif á íþrótta- og afreksstarf á Sauðárkróki. Körfuknattleiksdeild lýsir sig reiðubúna að tilnefna einstakling í vinnuhóp til verkefnisins.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið sem vísað verður til nýs starfshóps um stefnumörkun í íþróttamálum í sveitarfélaginu sem skipaður verður ásamt fulltrúum frá UMSS.

3.Landbúnaðarnefnd - 1

Málsnúmer 2206018FVakta málsnúmer

Fundargerð 1. fundar landbúnaðarnefndar frá 28. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Sveitarstjóri bar upp eftirfarandi tillögu um kjör formanns, varaformanns og ritara landbúnaðarnefndar:
    Lagt er til að Axel Kárason fulltrúi B-lista verði kjörinn formaður, Sigrún Helgadóttir fulltrúi D-lista varaformaður og Jón Sigurjónsson fulltrúi L-lista ritari. Hrólfur Þeyr Hlínarson fulltrúi Vg og óháðra situr fundina sem áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt, skv. ákvörðun sveitarstjórnar.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Fulltrúar Akrahrepps funduðu með fulltrúum Hörgársveitar 20.04. 2021 um ýmis afréttarmál. Þann 25. september 2021 barst uppsögn á samningnum frá Hörgárbyggð. Ekki hafa farið fram viðræður á milli sveitarfélaganna um endurnýjun á samningi um fjallskil.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að kalla fjallskilanefndarmenn í Akrahreppi til fundar á næsta fund um málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar Deildardals, þrír aðalmenn og einn varamaður.
    Lögð fram tillaga um:
    Rúnar Pál D Hreinsson, Grindum, sem fjallskilastjóra. Jón Einar Kjartansson, Hlíðarenda, sem varafjallskilastjóra og Sigmund Jóhannesson, Miðhúsum,sem aðalmann.
    Til vara: Gísli Gíslason, Þúfum.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar Unadals, þrír aðalmenn og einn varamaður.
    Lögð fram tillaga um:
    Erling Sigurðsson, Hugljótsstöðum, sem fjallskilastjóra. Bjarna Salberg Pétursson, Mannskaðahóli og Jónas Þór Einarsson, Grund 2, sem aðalmenn.
    Til vara: Friðgeir Ingi Jóhannsson, Suðurbraut 5, Hofsós.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Landbúnaðarnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar Hegraness, þrír aðalmenn og tveir varamenn.
    Lögð fram tillaga um:
    Kjör fjallskilanefndar Hegraness, þrír aðalmenn og tveir til vara.
    Tillaga kom fram um:
    Elvar Örn Birgisson, Ríp, sem fjallskilastjóra, Jóhann Má Jóhannsson, Keflavík, sem varafjallskilastjóra og Þórarinn Leifsson, Keldudal sem aðalmann.
    Til vara: Birgir Þórðarson, Ríp og Sigfríður Sigurjónsdóttir, Garði.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar Skarðshrepps, þrír aðalmenn og einn til vara.
    Tillaga kom fram um:
    Úlfar Sveinsson, Syðri-Ingveldarstöðum, sem fjallskilastjóra, Andrés Helga Helgason, Tungu, sem varafjallskilastjóra og Höllu Guðmundsdóttur, Meyjarlandi, sem aðalmann.
    Til vara: Ásta Einarsdóttir, Veðramóti.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar Skefilsstaðahrepps, þrír aðalmenn og einn varamaður.
    Tillaga kom fram um:
    Stein Leó Rögnvaldsson, Hrauni, sem fjallskilastjóra, G. Halldóru Björnsdóttur, Ketu, sem varafjallskilastjóra og Sveinfríði Á. Jónsdóttur, Gauksstöðum sem aðalmann.
    Til vara: Merete Kristiansen Rabölle, Hrauni.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar Sauðárkróks, þrír aðalmenn og einn til vara.
    Tillaga kom fram um:
    Sigurjónu Skarphéðinsdóttur, Brennihlíð 8, sem fjallskilastjóra, Þorbjörgu Ágústsdóttur, Grundarstíg 2, sem varafjallskilastjóra og Stefán Jón Skarphéðinsson, Grundarstíg 30, sem aðalmann.
    Til vara: Stefán Öxndal Reynisson, Grundarstíg 2.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar Staðarhrepps, þrír aðalmenn og tveir til vara.
    Tillaga kom fram um:
    Jónínu Stefánsdóttur, Stóru-Gröf ytri, sem fjallskilastjóra, Lindu Jónsdóttur, Árgerði, sem varafjallskilastjóra og Þröst Erlingsson, Birkihlíð, sem aðalmann.
    Varamenn: Stefán Friðriksson, Glæsibæ og Hrefnu Hafsteinsdóttur, Hóli.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar Seyluhrepps - úthluta, þrír aðalmenn og einn til vara.
    Tillaga kom fram um:
    Bjarna Bragason, Halldórsstöðum, sem fjallskilastjóra, Einar Kári Magnússon, Garðhúsum, sem varafjallskilastjóra og Ólaf Atla Sindrason, Grófargili, sem aðalmann.
    Til vara: Ingimar Ingimarsson, Ytra-Skörðugili.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fulltrúa í stjórn Staðarafréttar, fimm aðalmenn.
    Tillaga kom fram um:
    Jónínu Stefánsdóttur, Stóru-Gröf ytri, Bjarna Bragason, Halldórsstöðum, Sigurjónu Skarphéðinsdóttur, Brennihlíð 8, Úlfar Sveinsson, Syðri-Ingveldarstöðum og Elvar Örn Birgisson, Ríp.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar Hofsafréttar, þrír aðalmenn og tveir til vara.
    Tillaga kom fram um:
    Gísla H. Jóhannsson, Bjarnastaðarhlíð, sem fjallskilastjóra, Steindór Búa Sigurbergsson, Bústöðum I, sem varafjallskilastjóra og Borgþór Braga Borgarsson, Hofsvöllum sem aðalmann.
    Varamenn: Arnþór Traustason, Litlu-Hlíð og Berta Finnbogadóttir, Þorsteinsstöðum.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar framhluta Skagafjarðar, þrír aðalmenn og tveir til vara.
    Tillaga kom fram um:
    Björn Ólafsson, Krithóli, sem fjallskilastjóra, Aron Pétursson, Víðidal, sem varafjallskilastjóra og Þórunni Eyjólfsdóttur, Starrastöðum, sem aðalmann.
    Varamenn: Björn Grétar Friðriksson, Ytra-Vallholti, Sverrir Þór Þórarinsson, Gilhaga.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar Austur-Fljóta, þrír aðalmenn og einn til vara.
    Tillaga kom fram um:
    Jóhannes Ríkharðsson, Brúnastöðum, sem fjallskilastjóra, Jón Elvar Númason, Þrasastöðum, sem varafjallskilastjóra og Ólaf Jónsson, Helgustöðum, sem aðalmann.
    Til vara: Halldór Gunnar Hálfdánarson, Molastöðum.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar Vestur-Fljóta, þrír aðalmenn og einn til vara.
    Tillaga kom fram um:
    Kristófer Orri Hlynsson, Syðsta-Mó, sem fjallskilastjóra, Egil Þórarinsson, Minni-Reykjum, sem varafjallskilastjóra, og Ólaf Marteinsson, Hvanneyrarbraut 36 Siglufirði, sem aðalmann.
    Til vara : Arnþrúður Heimisdóttir, Langhúsum.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Skarðsárnefnd, þrír aðalmenn og einn varamaður.
    Tillaga kom fram um:
    Aðalmenn: Sigurgeir Þorsteinsson, Varmalandi, formaður, Linda Jónsdóttir, Árgerði, varaformaður og Valdimar Ó. Sigmarsson, Sólheimum, aðalmaður.
    Varamaður: Skapti Steinbjörnsson, Hafsteinsstöðum.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Kjör fjallskilanefndar Akrahrepps, þrír aðalmenn og tveir varamenn.
    Lögð fram tillaga um:
    Stefán Ingi Gestsson, Höskuldsstöðum, sem fjallskilastjóra. Agnar H. Gunnarsson, Miklabæ, sem varafjallskilastjóra og Þorkel Gíslason, Víðivöllum, sem aðalmann.
    Til vara: Eiríkur Skarphéðinsson, Djúpadal og Helgi Fannar Gestsson, Höskuldsstöðum.
    Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Lögð fram ódagsett umsókn móttekin 10. maí 2022, um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli frá Gunnari Jóni Eysteinssyni. Æskir hann leyfis til að halda 20 hross á Hofsósi við Sunnuhvol.
    Landbúnaðarnefnd að fenginni umsögn Matvælastofnunar getur ekki orðið við þeim fjölda sem sótt er um og samþykkir að gefa búfjárleyfi fyrir allt að 10 hrossum innan þéttbýlismarka Hofsóss.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Lagt fram til kynningar erindi frá Reyni Ásberg Jómundssyni þann 3. maí 2022, varðandi 300 mtr. langrar girðingar á milli Áshildarholts og bæjarlandsins. Reyni var lagt til girðingarefni gegn vinnu við framkvæmdina. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Lagður fram til kynningar verktakasamningur um veiðar á ref og/eða mink milli sveitarfélagsins og Fannars K. Birgissonar. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Lagðir fram til kynningar ársreikningar fjallskilasjóðs Staðarhrepps og Staðarafréttar fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurhrepps fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Skarðshrepps fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 1 Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Hofsóss og Unadals fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júní 2022 með 3 atkvæðum.

4.Skipulagsnefnd - 2

Málsnúmer 2206021FVakta málsnúmer

Fundargerð 2. fundar skipulagsnefndar frá 30. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulagsnefnd - 2 Lögð fram fyrirspurn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóra sem vísar til samþykktar í sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 25. maí 2022 um fyrirhugaða byggingu menningarhús við Faxatorg á Sauðárkróki, sem í felst endurbætur og viðbygging á núverandi Safnahúsi Skagfirðinga. Óskað er eftir upplýsingum um hvort fyrirhuguð framkvæmd samræmist gildandi deiliskipulagi.

    Þar sem fyrirhuguð framkvæmd samræmist ekki gildandi deiliskipulagi, leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Flæðar á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Steinn Leó Sveinsson sækir um fyrir hönd framkvæmdasviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirliggjandi framkvæmda við lengingu götunnar Birkimels í Varmahlíð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við verkið verði lokið 15. október 2022. Í verkinu felast jarðvegsskipti vegna lengingu götunnar á um 160 metrar kafla. Uppgrafinn jarðveg á að flytja á losunarstað og jafna þar í samráði við eftirlitsmann verkkaupa. Í verkinu felst einnig gerð fráveitulagna á sama götukafla, auk lagningu annarra stofnlagna með tengingu við núverandi lagnir.
    Sótt er um leyfi á grundvelli útboðsgagna.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Gylfi Ingimarsson fyrir hönd lóðarhafa G Ingimarsson ehf. óskar eftir að fá að skila inn iðnaðarlóðinni Borgarflöt 23 á Sauðárkróki sem úthlutað var á 321. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 04.05.2018.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Lögð fram uppfærð drög að deiliskipulagi fyrir Skólamannvirkin í Varmahlíð. Svæðið afmarkast til austurs af Birkimel, til suðurs af Reykjarhólsvegi, til vesturs af afþreyingar- og ferðamannasvæði auk skógræktar og til norðurs af íbúðarhúsalóðinni Norðurbrún 1. Markmiðið með deiliskipulaginu er að styrkja svæðið í heild, samrýma og stýra framtíðaruppbyggingu og festa stefnu varðandi landnýtingu í sessi.
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir Hraun í Fljótum. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að upplýsa hönnuði um innsendar athugasemir. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir Sauðárkrókskirkjugarð. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • 4.9 2105295 Sveinstún
    Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir 3-D ásýndarmyndir unnar á Stoð ehf. af skipulagssvæði Sveinstúns á Sauðárkróki.
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir íbúabyggð við Víðigrund á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Lögð fram drög að lóðaryfirliti og skilmálum fyrir frístundalóðirnar nr. 1-8. á Steinsstöðum.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa lausar til úthlutunar lóðirnar sem verða aðgengilegar í öðrum áfanga svæðisins, alls 4 lóðir (nr. 4, 6, 7 og 8).
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Farið yfir drög að skipulagslýsingu fyrir íbúabyggð á Steinsstöðum.
    Skipulagssvæðið nær yfir 3,8 ha svæði sem afmarkast af landamerkjum Steinsstaða og Reykja að norðan, Steinsstaðarskóla og félagsheimilinu Árgarði að vestan, Merkigarðsvegi (7575) að austan og hnitsettum landamerkjum að sunnan. Innan skipulagssvæðisins er íbúðarbyggð sem samanstendur af einbýlishúsum auk grænna svæða.

    Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir íbúabyggð á Steinsstöðum í auglýsingu í samræmi við 40.gr skipulagslaga 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 2 Jónína Stefánsdóttir sækir fyrir hönd Hestamannafélagsins Skagfirðings um framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðleiðar um Sauðárkrók. Umbeðin framkvæmd samræmist gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og kallar eftir frekari gögnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar skipulagsnendar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.

5.Félagsmála- og tómstundanefnd - 1

Málsnúmer 2206011FVakta málsnúmer

Fundargerð 1. fundar félagsmála- og tómstundanendar frá 30. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 1 Sveitarstjóri bar upp eftirfarandi tillögu um kjör formanns, varaformanns og ritara félagsmála- og tómstundanefndar:
    Eyrún Sævarsdóttir fulltrúi B-lista verði formaður, Sigurður Hauksson fulltrúi D-lista verði varaformaður og Anna Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi L-lista verði ritari. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúi Vg-lista situr fundi nefndarinnar se áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt. Nefndin samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 1 Lagt fram til kynningar minnisblað frá félagsmálastjóra þar sem kynnt er reynsluverkefni í samþættingu þjónustu á sviði öldrunarþjónustu, þ.e. dagdvalar og heimaþjónustu. Reynsluverkefninu lýkur í lok ágúst. Í ljósi þess hve vel þykir hafa tekist til með árangur settra markmiða þykir ljóst að fyrirkomulagið verði fest í sessi frá og með 1. september n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 1 Lagt fram bréf frá mennta- og barnamálaráðuneyti þar sem kynnt er ákvörðun ráðuneytisins um tímabundinn fjárhagslegan stuðning til sveitarfélaga þar sem börn á flótta frá Úkraínu og fjölskyldur þeirra verða með búsetu til að styðja við móttöku, undirbúning á skólastarfi og virka þátttöku barnanna. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 1 Lagt fram erindi frá Ungmennaráði UMFÍ um árlega ungmennaráðstefnu sem haldin verður þann 11. september 2022 í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Ungt fólk og lýðræði - Gleym mér ei! Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að bjóða tveimur fulltrúum að sækja ráðstefnuna. Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.

6.Fræðslunefnd - 2

Málsnúmer 2206023FVakta málsnúmer

Fundargerð 2. fundar fræðslunefndar frá 30. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Fræðslunefnd - 2 Það er kunnara en frá þurfi að segja að afar erfiðlega hefur gengið að ráða fólk til starfa hjá Skagafirði s.l. misseri. Erfiðleikar þessir eru raunar ekki bara bundnir við sveitarfélagið heldur virðist sem svo að víða vanti fólk til starfa bæði hjá hinu opinbera sem og á einkamarkaði. Ástæður þessarar manneklu eru sennilega margþættar, en ekki verður horft framhjá því höggi sem atvinnulífið varð fyrir af völdum Covid-19 þegar þúsundir vinnandi fólks hvarf af íslenskum vinnumarkaði, ekki síst í ferðaþjónustu. Þegar mannaflafrekar atvinnugreinar fóru af stað aftur eftir heimsfaraldurinn, er ljóst að þörf fyrir aukinn mannafla er mikil í öllum atvinnugreinum, ekki síst þjónustugreinum. Þessi staða hefur komið einkar illa við þá miklu þjónustu sem sveitarfélagið veitir, svo sem í félagsþjónustu, málefnum fatlaðs fólks, málefnum eldri borgara og leik- og grunnskólum. Skagafjörður hefur reynt að bregðast við þessari stöðu með ýmsum hætti í þeirri viðleitni að laða starfsfólk að leikskólum þar sem mannekla hefur verið mjög mikil, t.d. með aukinni vinnustyttingu umfram kjarasamning, stuðningi við starfsfólk í leikskólakennaranámi, forgangi barna starfsmanna að leikskóladvöl, foreldragreiðslum o.fl. Á undanförnum vikum hefur fræðslunefnd og starfsfólk fræðsluþjónustu unnið að enn frekari tillögum til að laða starfsfólk að leikskólum, sérstaklega á Sauðárkróki, þar sem vandinn er mestur. Nú liggja fyrir eftirfarandi tillögur sem nefndin er sammála um að hrinda í framkvæmd:

    1. Afsláttur af gjöldum. Veittur verði 50% afsláttur af dvalargjöldum barna starfsmanna leikskólanna sem eru í 50% starfshlutfalli eða meira.

    2. Undirbúningstímar leikskólaliða og ófaglærðra. Undirbúningstímar starfsmanna með leikskólaliðamenntun verði tveir tímar á viku og jafnframt er lagt til að ófaglærðir starfsmenn, sem starfað hafa í leikskólanum í þrjú ár eða lengur, fái einn tíma á viku. Undirbúningstímar miðast við starfshlutfall.

    3. Aukinn stuðningur við leikskólana vegna náms starfsmanna. Til viðbótar þeim stuðningi sem nú þegar gilda reglur um, þ.e. vegna náms í leikskólakennarafræðum, er lagt til að tilsvarandi stuðningur nái einnig til starfsmanna sem stunda nám á öðrum sviðum kennarafræða, sem og til leikskólaliðanáms. Leikskólanum er einnig heimilt að meta hvort stuðningur vegna náms á öðrum sviðum en kennarasviðum komi til álita. Stuðningur þessi kæmi til framkvæmda sem aukin stöðugildi vegna afleysinga í námslotum. Úthlutun námsleyfa fer að öðru leyti eftir reglum fyrir starfsmenn leikskóla vegna styrkja til náms í leikskólakennarafræðum.

    4. Stjórnun og námsaðlögun. Með opnun nýrra deilda og fjölgun barna við leikskólann Ársali eykst þörf fyrir almenna stjórnun og námsaðlögun (sérkennslu). Lagt er til að ráðinn verði aðstoðarleikskólastjóri í 50% starf til viðbótar 100% starfi aðstoðarleikskólastjórastöðu sem nú er. Þá verði starf deildarstjóra námsaðlögunar aukið úr 50% í 100% starfshlutfall. Þá er einnig lagt til að stöðugildi í eldhúsi verði aukin.

    5. Reglubundinni mannauðsráðgjöf og handleiðslu verður komið á til handa stjórnendum og starfsmönnum.

    6. Innleiðing á stefnu og viðbrögðum vegna veikinda og endurkomu til vinnu svo unnt sé að bregðast við og styðja starfsfólk með viðeigandi hætti.

    Samhliða þessu verður unnið að frekari útfærslum annarra aðgerða sem til skoðunar hafa verið til að bæta starfsumhverfi leikskólanna og styðja við starfsfólks þeirra.

    Kostnaður vegna ofangreindra tillagna eru rétt um 30 milljónir króna á ársgrunni en um 10 milljónir króna frá september til desember.

    Aðgerðir þessar eru tímabundnar til reynslu frá 1. september 2022 til 31. ágúst 2023 og verða rýndar og endurskoðaðar reglulega með tillit til árangurs og í samráði við starfsfólk.

    Fræðslunefnd samþykkir framangreindar tillögur og vísar þeim til byggðarráðs vegna gerðar viðauka.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar fræðslunefndar staðfest á 5. fundi byggðarráðs 6. júlí 2022 með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 14:30.