Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

36. fundur 15. ágúst 2016 kl. 16:00 - 16:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Dægurlagakeppni á Króknum í 60 ár

Málsnúmer 1607143Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Huldu Jónasdóttur fyrir hönd aðstandenda fyrirhugaðrar skemmtunar í tilefni af 60 ára afmæli dægurlagakeppni á Króknum. Óskað er eftir stuðningi við verkefnið.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og felur starfsmanni að vera í sambandi við forsvarsmenn um mögulega aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu. Jafnframt hvetur nefndin forsvarsmenn til að sækja um í menningarhluta Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra þegar sjóðurinn auglýsir úthlutun fyrir árið 2017.

2.Tónlistarhátíðin Gæran 2016

Málsnúmer 1608052Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forsvarsmönnum Tónlistarhátíðarinnar Gærunnar 2016 þar sem óskað er eftir fjárhagslegum styrk við hátíðina.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju með að Gæran skuli haldin árlega á Sauðárkróki en viðburðir sem þessi skipta miklu fyrir menningarstarf í firðinum. Nefndin samþykkir að styrkja viðburðinn um kr. 300.000,- sem fer af málaflokki 05710.

3.Umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 1606280Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur farið yfir erindi sem beint er til nefndarinnar frá byggðarráði og fjallar um umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Nefndin metur það svo að það sé nauðsynlegt að hlúa að menningarsögulegu gildi húsa og byggðaheilda í Skagafirði og leggur til við byggðarráð að sótt verði um styrki til Minjastofnunar til að undirbúa tillögur að sérstökum verndarsvæðum í byggð, með áherslu á gamla bæinn á Sauðárkróki og Kvosina á Hofsósi sem fyrstu byggð innan þéttbýlis sem meta beri í þessu sambandi og hafa samráð við íbúa um. Að þeirri vinnu lokinni er kominn grundvöllur að fyrstu tillögugerð til forsætisráðherra um verndarsvæði í byggð í Skagafirði og mörk þeirra.

Fundi slitið - kl. 16:45.