Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

11. fundur 05. september 2014 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ketilás 146833 - Félagsheimilið, lóðarmál

Málsnúmer 1311162Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna varðandi eignarhald á lóð undir félagsheimilið Ketilás í Fljótum. Samskipti hafa verið við starfsmenn Jarðeigna ríkisins hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti og í framhaldi af því er starfsmönnum sveitarfélagsins falið að vinna áfram að málinu og gæta hagsmuna félagsheimilisins.

2.Rekstraryfirlit félagsheimilisins Ketiláss 2013

Málsnúmer 1408055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit félagsheimilisins Ketiláss fyrir árið 2013.

3.Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi

Málsnúmer 1406272Vakta málsnúmer

Kynnt verkefni sem stýrt er af Ferðamálastofu og ALTA og miðar að kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi. Starfsmönnum falið að vinna áfram að verkefninu.

4.Vaxtarsamningur Norðurlands vestra

Málsnúmer 1409043Vakta málsnúmer

Kynntur frestur til umsókna í Vaxtarsamning Norðurlands vestra. Starfsmönnum falið að vinna að umsókn í vaxtarsamning með Sóleyju Guðmundsdóttur og fleirum um verkefnið Lifandi landslag og kanna með aðra mögulega kosti sem ræddir voru á fundinum.

5.Félagsheimili í Skagafirði

Málsnúmer 1409045Vakta málsnúmer

Rætt um vettvangsferð í félagsheimili sveitarfélagsins. Stefnt að ferð í félagsheimili í framhéraði Skagafjarðar seinni hluta októbermánaðar eða byrjun nóvembermánaðar.

Fundi slitið - kl. 14:00.