Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

132. fundur 21. desember 2021 kl. 13:00 - 13:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Austurgata 7 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2111033Vakta málsnúmer

Anna Linda Hallsdóttir, kt. 281158-3419 sækir um leyfi til að gera breytingar á útliti parhúss sem stendur á lóðinni númer 7 við Austurgötu á Hofsósi. Breytingar varða hurð og glugga á suður- og austurhlið hússins. Framlagður uppdráttur gerður af Ingvari Gýjar Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdráttur er í verki 3167, númer A-101, dagsettur 25. október 2021. Fyrir liggur samþykki eiganda Austurgötu 5. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

2.Borgarteigur 1A - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2111217Vakta málsnúmer

Magnús Ingvarsson, kt. 171160-3249 og Thelma Sif Magnúsdóttir, kt. 100287-4049 f.h. Sif Snyrtistofu ehf., kt. 530220-0440 sækja um leyfi til að gera breytingar á innangerð og útliti Borgarteigs 1A. Breytingar varða glugga, hurð og milliloft í hluta hússins með aðgengi um stálstiga frá suðurhlið hússins, ásamt því að útbúa aðstöðu fyrir snyrtistofu á jarðhæð. Framlagður uppdráttur gerður á Verkís hf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Uppdráttur er númer A, dagsettur 17. nóvember 2021. Fyrir liggur samþykki eigenda Borgarteigs 1B, 1C, og 1D. Erindið samþykkt, bygginarleyfi veitt.

3.Varmahlíð L146116 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2111145Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson, kt. 200857-5269 f.h. eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ingólfur Jóhannsson kt. 151090-2229 f.h. eiganda sækja um leyfi til að gera tímbundnar breytingar á húsnæði sem stendur á lóðinni Varmahlíð L146116. Húsið er tveir séreignahlutar, séreign með fasteignanúmerið F2140819 hýsir yngri deild leikskólans í Varmahlíð. Breyting varðar séreignahluta með fasteignanúmerið F2140818, fyrir yngri deild leikskólans. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki 4642-02, númer A-101 og A-102, dagsetttir 21. nóvember 2015, breytt 10. desember og 28. október 2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Hólavegur 31 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2112103Vakta málsnúmer

Steinþóra Jóna Hafdísardóttir, kt. 280998-2069 og Rúnar Örn Jónasson, kt. 030996-2759 sækja um leyfi til að gera breytingar á útliti Hólavegar 31, ásamt því að koma fyir sorptunnuskýli og setlaug á lóðinni. Breytingar varða glugga og hurð á suðurhlið hússins. Framlagður uppdráttur gerður af Þóri Guðmundssyni, kt. 040381-5389. Uppdráttur númer A100, dagsettur 12. ágúst 2021. Erindið samþykkt, bygginarleyfi veitt.

5.Skeiðsfossvirkjun L146888 - Umsókn um niðurrif mannvirkja

Málsnúmer 2107085Vakta málsnúmer

Andri Páll Hilmarsson kt. 280678-5899 f.h. Orkusölunnar kt. 560306-1130 sækir um leyfi til að rífa mhl. 01, íbúðarhús sem stendur á lóðinni Skeiðsfossvirkjun L146888, fasteignanúmer F2144356, í Fljótum. Erindið samþykkt, leyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 13:45.