Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

12. fundur 14. ágúst 2015 kl. 09:00 - 11:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Brautartunga land A - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1504245Vakta málsnúmer

Byggingarleyfi hefur verið veitt fyrir byggingu á hesthúsi, skemmu og hestarétt úr torfi á jörðinni Brautartungu land A . Á 8. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Skagafjarðar 28. maí sl., samþykkti byggingarfulltrúi byggingaráform framangreindra mannvirkja.

2.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1507172Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Auðuns S. Guðmundssonar kt. 170871-5459, fyrir hönd Gönguskarðsár ehf. kt. 650106-1130. Umsókn um leyfi til endurbóta á stíflumannvirkjum Gönguskarðsárvirkjunar. Framlögð hönnunargögn unnin á VERKÍS verkfræðistofu, undirrituð af Úlfari Aðalssteinssyni kt 040548-2979. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform og veitir jafnframt umbeðið byggingarleyfi.

Fundi slitið - kl. 11:15.