Fara í efni

Brautartunga land A - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1504245

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 272. fundur - 06.05.2015

Evelyn Ýr Kuhne kt. 050373-2239 og Sveinn Guðmundsson kt. 250749-2959 eigendur Brautartungu lands A, landnúmer 220726, Tungusveit Skagafirði, óska eftir að fá samþykktan byggingarreit á landinu. Þar er fyrirhugað að reisa hlaðna torfrétt ásamt torfhúsum, hesthús og skemmu sem notuð verða sem sýningarhús fyrir ferðamenn. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7207, nr. S04, dagsettur 24. apríl 2015. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið að fenginni umsögn minjavarðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 8. fundur - 28.05.2015

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Evelyn Ýr Kuhne kt. 050373-2239 og Sveini Guðmundssyni kt. 250749-2959, eigendum Brautartungu lands A, í Tungusveit. Umsóknin er um leyfi til að byggja hesthús, skemmu og hestarétt úr torfi. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni kt. 080353-4219. Uppdrættir eru í verki númer 7207, nr. A-101 og A-102, dagsettir 15. mars 2015. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 12. fundur - 14.08.2015

Byggingarleyfi hefur verið veitt fyrir byggingu á hesthúsi, skemmu og hestarétt úr torfi á jörðinni Brautartungu land A . Á 8. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Skagafjarðar 28. maí sl., samþykkti byggingarfulltrúi byggingaráform framangreindra mannvirkja.