Fara í efni

Tjón á gervigrasvellinum á Sauðárkróki

29.04.2024

Laugardaginn 20. apríl sl. voru miklar leysingar í Skagafirði og hafði Veðurstofa Íslands m.a. gefið út gula viðvörun vegna rigninga og asahláku í landshlutanum. Í leysingunum fór gervigrasvöllurinn á Sauðárkróki undir vatn að stórum hluta þrátt fyrir þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem gerðar voru ofan við grasvöllinn dagana á undan.

Gervigrasvöllurinn, sem tekinn var í notkun fyrir sex árum, er hannaður til að drena sig sjálfur í leysingum og getur það tekið um einn til tvo sólarhringa fyrir svona mikið vatn að fara af vellinum. Þar sem heimaleikur Tindastóls í Bestudeild kvenna var á dagskrá daginn eftir var freistast til að ná vatni af vellinum fyrr sem ekki gekk eftir.

Við athugun í vikunni liggur fyrir að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum, þar af eru um 1.000 fermetrar illa farnir. Helstu skemmdir eru á undirlagi vallarinns.

Unnið er að fullnaðarmati á skemmdum og mögulegum viðgerðum á vellinum í samráði við birgja og verktaka. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var þegar búið að samþykkja endurnýjun á grasi á hluta þess svæðis sem varð fyrir skemmdum en munu þessar skemmdir koma til viðbótar. Fyrirséð er að flytja þurfi inn efni til viðgerða erlendis frá og má því reikna með einhverjum biðtíma á viðgerðum en vonir standa að þær hefjist á næstu vikum.

Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.