Fara í efni

Sumarstörf á Leikskólanum Ársölum

27.03.2017

Sumarstörf á Leikskólanum Ársölum

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Tímabil starfa: Frá 1. júní til 15. ágúst 2017, eða eftir samkomulagi.

Vinnutími: Dagvinna.

Lýsing á starfinu: Í starfinu felst að vinna að uppeldi og menntun barnanna undir stjórn deildastjóra. Fylgjast með velferð þeirra og hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar. Störfin henta konum jafnt sem körlum.

Hæfniskröfur: Umsækjendur þurfa að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði og sjálfstæði. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2017

Nánari upplýsingar: Aðalbjörg Þorgrímsd., leikskólastjóri , arsalir@skagafjordur.is, 455-6090.

Umsóknir: Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.