Fara í efni

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2024

11.09.2023
Staðarbjargavík

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2024. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Framkvæmdasjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að:

  • Öryggi ferðamanna.
  • Náttúruvernd og uppbyggingu.
  • Viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru.
  • Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda.

Sjóðnum er ekki heimilt m.a.:

  • Að bera rekstrarkostnað af mannvirkjum og vegna náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða.
  • Að fjármagna framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
  • Veita fjármagni til verkefna sem þegar er lokið.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum island.is en hlekkur á umsókn er á umsóknarsíðu.

Umsóknartímabil er frá og með 11. september til kl. 13 fimmtudaginn 19. október. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita.

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á upplýsingasíðu um umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Þess má geta að starfsmenn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - SSNV bjóða aðstoð við umsóknarferlið en bent er á að hafa tímanlega samband ef óskað er eftir aðstoð.

Sé óskað eftir umsögn eða aðstoðar frá sveitarfélaginu vinsamlegast hafið samband við verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála:

Heba Guðmundsdóttir - heba@skagafjordur.is - 455 6000.

Sigfús Ólafur Guðmundsson - sigfusolafur@skagafjordur.is - 455 6000.