Flýtileiðir
Fréttir
11.12.2025
Skagafjarðarveitur: Ný greiðsluleið með kreditkorti
Skagafjarðaveitur hafa innleitt nýja lausn í tengslum við boðgreiðslur og áskriftagreiðslur sem tryggir öryggi við móttöku og meðhöndlun kreditkortaupplýsinga.
Allar kortaupplýsingar eru staðfestar með 3-D Secure (3DS) auðkenningu þegar viðskiptavinur skráir kortanúmer á Mínum síðum. Þessi staðfesting fer fram í gegnum útgefanda kortsins og er...
10.12.2025
Samningar vegna gámageymslusvæðis Sauðárkróks komnir í íbúagátt
Sveitarfélagið vill vekja athygli á að nú hafa þeir einstaklingar sem sótt hafa um og fengið úthlutað plássi á gámageymslusvæði Sauðárkróks fengið samning sinn birtan í íbúagátt sveitarfélagsins. Viðkomandi eru hvött til að undirrita samninginn sem fyrst.
Hægt er að nálgast íbúagáttina á heimasíðu sveitarfélagsins hér.
Þeir einstaklingar sem eru...
10.12.2025
Auglýsing um skipulagsmál: Langaborg í Hegranesi
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 43. fundi sínum þann 19. nóvember 2025 að auglýsa skipulagslýsingu um gerð deiliskipulags fyrir „Langaborg í Hegranesi, Skagafirði“ skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast af lóðarmörkum Lönguborgar og er um 29.469 m² að stærð.
Skilmálar eins og fjöldi bygginga, hámarks...
09.12.2025
Munum eftir Hvatapeningunum
Nú þegar styttist í að árinu ljúki eru forráðamenn barna og unglinga í Skagafirði minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2025 fyrir áramót, þar sem ónýttir hvatapeningar geymast ekki milli ára.
Hvatapeningar ársins 2025 eru kr. 40.000 á barn og þá má nýta til að greiða niður gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem stundað er...
08.12.2025
Fundarboð: Sveitastjórnarfundur, miðvikudaginn 10. desember 2025
44. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 10. desember 2025 og hefst kl. 16:15
Dagskrá:Fundargerðir til staðfestingar1. 2511016F - Byggðarráð Skagafjarðar - 1711.1 2511076 - Kauptilboð í íbúð Skógargötu 21.2 2510097 - Álagning byggingarleyfis- og gatnagerðargjalda1.3 1901165 - Stofnun veiðifélags um vötn og...
04.12.2025
Vel heppnað fræðsluerindi
Þann 25. nóvember sl. bauð fjölskyldusvið sveitarfélagsins upp á fræðslu fyrir alla áhugasama um velferð barna. Yfirskrift fræðslunnar bar heitið Hvað liggur á bak við erfiða hegðun og var það Aðalheiður Sigurðardóttir, tengslaráðgjafi á sviðinu, sem flutti erindið.
Það var ánægjulegt að sjá hversu margir sóttu fræðsluna, en um 65 manns voru...
04.12.2025
Opið hús í nýjum leikskóla í Varmahlíð
Sveitarfélagið býður öllum áhugasömum að koma á opið hús í nýju húsnæði leikskólans Birkilundar í Varmahlíð, þriðjudaginn 9. desember frá kl. 16:00-17:30.
Flutt verða stutt ávörp, boðið verður upp á kaffiveitingar og fólki gefinn kostur á að ganga um og kynna sér hið nýja húsnæði leikskólans og lóð...
04.12.2025
Afhending lykla að félagsheimili Rípurhrepps
Það var gleðileg stund í gær þegar afhending lykla að félagsheimili Rípurhrepps í Hegranesi fór fram með formlegum hætti. Félagið Íbúasamtök og hollvinir Hegraness undirritaði tíu ára leigusamning um húsnæðið og tók formlega við lyklum í beinu framhaldi.
Þessi tímamót marka kaflaskil í sögu húsnæðisins, sem var reist á sjöunda áratug síðustu...
03.12.2025
Endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar - vilt þú hafa áhrif?
Stýrihópur um endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar frá árinu 2020 óskar eftir ábendingum við drög að endurskoðaðri stefnu sem má finna hér.
Í upphafi komandi árs er síðan stefnt að því að klára þessa vinnu og kynna stefnuna ásamt aðgerðaráætlun.
Ábendingar má senda á netfangið gunnthor@ais.is fyrir lok dags 10. desember 2025.
Stýrihópur um...
03.12.2025
Hitaveitutilkynning: Til íbúa Hlíðahverfis á Sauðárkróki
Vakin er athygli á því að á morgun, fimmtudaginn 4. des. verður heitavatnslaust frá kl. 9:00 í öllu Hlíðahverfi vegna endurbóta í dælustöð 2 og dælustöð 3. Líklega um30 – 40 mínútur í flestum götum, en í Barmahlíð og Háuhlíð verður vatnslaust fram eftir degi í vegna breytinga og endurnýjunar á búnaði í dælustöðinni í Víðihlíð.
Íbúar eru hvattir...
