Fara í efni

Veitustjórn

53. fundur 08. nóvember 2001 kl. 17:00 - 18:20 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 53 – 08.11.2001

 

            Fimmtudaginn 8. nóv. árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 17.00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

            Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir: Snorri Styrkársson, formaður, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson og Einar Gíslason, ásamt Sigurði Ágústssyni, rafveitustjóra.

 

DAGSKRÁ:

  1. Tillaga byggðarráðs um málefni Rafveitu Sauðárkróks.
  2. Önnur mál.

 

Formaður setti fund kl. 17.00

 

AFGREIÐSLUR:

1. Formaður veitustjórnar gerði grein fyrir tillögu byggðarráðs um sölu Rafveitu Sauðárkróks til Rafmagnsveitna ríkisins. Síðan fóru fram víðtæk skoðanaskipti milli veitustjórnarfulltrúa, kom þar fram djúpstæður ágreiningur milli meirihluta og minnihluta veitustjórnar. Að umræðu lokinni lagði formaður til að veitustjórn samþykkti tillögu byggðarráðs um sölu Rafveitu Sauðárkróks til Rafmagnsveitna ríkisins fyrir kr. 330.000.000.- Þrjúhundruðogþrjátíumilljónir. Veitustjórn samþykkir framlagða tillögu byggðarráðs frá 7. nóv. 2001 með þremur atkvæðum gegn tveimur. Að lokinni atkvæðagreiðslu kom fram eftirfarandi bókun:

Veitustjórnarfundur 8. nóvember 2001, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 17:00.

Við undirrituð, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Veitustjórn Skagafjarðar, greiðum atkvæði gegn því að selja Rafveitu Sauðárkróks.

Við þökkum félögum okkar, Einar Gíslasyni, Ingimar Ingimarssyni og Ingvari Guðnasyni fyrir samstarfið um sameiningaráform veitnanna.

Allir veitustjórnarfulltrúar ásamt vinnuhópi veitustjórnar voru sammála um að sameining Rafveitu-, Hitaveitu- og Vatnsveitu í eitt orkufyrirtæki, væri hagkvæmur og réttur kostur.

Við teljum, að þeir sem nú ráða ferðinni, séu að velja ranga og óafturkræfa leið þar sem hagsmunir sveitarfélagsins eru ekki hafðir í fyrirrúmi. “

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats

 

Þá lagði meirihluti veitustjórnar fram eftirfarandi bókun:

“ Í bókun Sigrúnar Öldu Sighvats og Árna Egilssonar er hallað réttu máli. Hagsmunir sveitarfélagsins eru einmitt hafðir í fyrirrúmi með tilliti til fjárhagsstöðu þess.”

Snorri Styrkársson

Einar Gíslason

Ingimar Ingimarsson

 

2.  Önnur mál engin.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18.20

 

Fundarritari
Sigurður Ágústsson

Snorri Styrkársson

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats

Ingimar Ingimarsson

Einar Gíslason