Fara í efni

Veitustjórn

44. fundur 21. febrúar 2001 kl. 16:00 - 17:50 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Veitustjórn  Skagafjarðar

Fundur 44 – 21.02.2001

 

            Miðvikudaginn 21. feb. árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 16.00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

            Mættir voru veitustjórnarmennirnir:  Árni Egilsson, Einar Gíslason, Sigrún Alda Sighvats, Ingvar Guðnason og Ingimar Ingimarsson, ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni.

 

DAGSKRÁ:

 

  1. Samningur milli Vatnsveitufélags Varmahlíðar og Vatnsveitu Skagafjarðar
  2. Heimæðagjöld í hesthús við Flæðagerði.
  3. Jarðhitaleit út að austan.
  4. Aðalfundur Samorku.
  5. Hluthafafundur Máka hf.
  6. Umræður um sameiningu veitna.
  7. Önnur mál.

 

Formaður setti fundinn kl.16.00 og bauð fundarmenn  velkomna.

 

 

AFGREIÐSLUR:

1. Formaður veitustjórnar las og skýrði samning milli Vatnsveitufélags Varmahlíðar og Vatnsveitu Skagafjarðar um yfirtöku þess síðarnefnda á rekstri vatnsveitunnar í Varmahlíð. Samningurinn er dagsettur 14.02.2001 og undirritaður af Páli Pálssyni og Páli Dagbjartssyni. Veitustjórn samþykkir framlagðan samning.

 

2. Veitustjórn samþykkir að sérákvæði um heimæðagjöld í hesthús við Flæðagerði, dags. 24.01.1996, falli úr gildi og verði framvegis samkvæmt gildandi gjaldskrá veitunnar.

 

3. Veitustjóri lagði fram og útskýrði kostnaðaráætlun við framkvæmdir vegna hitaveitu á Hofsósi. Áætlunin, sem er frumdrög, er unnin af Braga Þór Haraldssyni hjá Verkfræðistofunni Stoð ehf., dags. 21.02.2001. Áætlunin er miðuð við þrjá virkjunarstaði, þ.e. við Bræðraá, við Kýrholt og við Reykjarhól á Bökkum. Veitustjórn samþykkir að fela verkfræðistofunni að vinna áætlunina áfram og jafnframt er samþykkt að sækja um styrk til áframhaldandi jarðhitaleitar á svæðinu.

 

4. Boðað er til aðalfundar Samorku í Svartsengi 16. marz. Veitustjórn felur veitustjórunum að sækja fundinn og fara með umboð veitnanna á fundinum.

 

5. Boðað er til hluthafafundar hjá Máka hf. 28. feb. í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Veitustjórn felur formanni veitustjórnar að sækja fundinn.

 

6. Verkefnishópur um sameiningu veitna hefur haldið 1 fund og liggur fundargerð hans frammi á fundinum til kynningar. Veitustjórn samþykkir að hópnum verði greidd laun eins og um veitustjórnarfundi sé að ræða. Rætt hefur verið við ráðgjafana Jón Vilhjálmsson í Reykjavík og Sigurð Pál  Hauksson á Sauðárkróki um sérfræðiaðstoð við verkefnið.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin, samþykkt og fundi slitið kl. 17.50

 

Sigurður Ágústsson, ritari.

Árni Egilsson                                                 

Páll Pálsson

Ingvar Guðnason

Einar Gíslason

Ingimar Ingimarsson

Sigrún Alda Sighvats