Fara í efni

Veitustjórn

7. fundur 30. september 1998 kl. 16:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Ár 1998, miðvikudaginn 30. sept., kom veitustjórn saman á skrifstofu Skaga­fjarðar kl. 1615

Mætt voru: Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Snorri Styrkársson, Ingimar Ingimarsson og Einar Gíslason, öll veitustjórnarmenn, auk þes sátu fundinn Páll Pálsson, veitustjóri og Sigurður Ágústsson, rafveitustjóri.

 

Dagskrá:

  1. Samorkuráðstefna rafveitna.
  2. Aðalfundur Máka hf.
  3. Eftirlitsskýrsla OS ’97 með jarðhitavinnslu Hitaveitu Sauðárkróks.
  4. Steinsstaðir, úttekt og endurbætur.
  5. Staða framkvæmda.
  6. Önnur mál:
    a) Húsnæðismál rafveitu.
    b) Skýrsla um héraðsveitur.
    c) Kynnisferð hitav.stjóra til Hollands.

 

Afgreiðslur:

1. Rafveitustjóri lagði fram dagskrá Samorku-fundar í Borgarnesi 8.-9. okt.

Veitustjórn samþykkir að þeir veitustjórnarmenn, sem tök hafa á, sæki fundinn.

2. Hitaveitustjóri lagði fram fundarboð v. aðalfundar Máka hf, sem haldinn verður á Hótel Mælifelli 2. okt.

Veitustjórn samþykkir að fulltrúar í veitustjórn fari hlutfallslega með atkvæði hita­veitunnar á aðalfundinum.

3. Hitaveitustjóri lagði fram til kynningar skýrslu OS ’97 um jarðhitavinnslu á borholu­svæði Hitaveitunnar á Sauðárkróki.

4. Hitaveitustjóri gerði grein fyrir athugunum, sem starfsmenn hitaveitunnar hafa unnið að á svæði hitaveitunnar og vatnsveitunnar á Steinsstöðum.

Veitustjórn gerir ráð fyrir að á næstu fjárhagsáætlun verði fé lagt til virkjunar­svæðisins.

5. Hitaveitustjóri gerði grein fyrir framkvæmdum hitaveitunnar í Borgarsveit og í Hólminum. Nú þegar er farið að nýta veituna á nokkrum bæjum, bæði í Borgarsveitinni og Hólmi. Verkin hafa gengið samkvæmt áætlun og verklok verða fyrir áætlaðan tíma.

6. Önnur mál:

a) Rætt um húsnæðismál Rafveitu Sauðárkróks.

b) Rafveitustjóri dreifði lokaverkefni ungs hagfræðings um rekstur héraðsdreifiveitna.

c) Hitaveitustjóri gerði grein fyrir kynnisferð, sem hann fór til Hollands.


Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt.


Einar Gíslason                                  

Sigurður Ágústsson

Árni Egilsson                        

Páll Pálsson

Snorri Styrkársson

Sigrún Alda Sighvats

Ingimar Ingimarsson