Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

64. fundur 05. nóvember 2019 kl. 10:00 - 12:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
  • Árni Egilsson
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 - Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 1911008Vakta málsnúmer

Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna fyrir árið 2020.
Veitunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.

2.Gjaldskrá hitaveitu 2020

Málsnúmer 1910263Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga um 2,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2020.
Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.

3.Gjaldskrá Vatnsveitu 2020

Málsnúmer 1910262Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun á vatnsgjaldi, lágmarki og hámarki, samkvæmt 3. gr gjaldskrár vatnsveitu.
Önnur gjöld taka breytingum samkvæmt byggingavísitölu.

4.Undirbúningur hitaveituframkvæmda í Hegranesi

Málsnúmer 1908088Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar hönnun og kostnaðaráætlun vegna lagningar hitaveitu um norðanvert Hegranes unnin af Braga Þór Haraldssyni á Verkfræðistofunni Stoð ehf.
Veitunefnd leggur til og vísar til byggðarráðs að lagning hitaveitu um norðanvert Hegranes verði á fjárhagsáætlun næsta árs.

5.Hitaveita - Hofsós að Neðri Ási og Ásgarði - verkframkvæmd

Málsnúmer 1904025Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar verkfundargerð 10. verkfundar vegna lagningar hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði.
Vinna við stofnlagnir er lokið og vinna við heimtaugar gengur vel. Vinnu við yfir 90% af lagningu hitaveitu er lokið og yfir 70% af ljósleiðaralögnum.

6.Skagafjarðarveitur - framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 1910097Vakta málsnúmer

Lagður var fram til kynningar listi yfir fyrirhugaðar framkvæmdir næstu ára hjá Skagafjarðarveitum.

Fundi slitið - kl. 12:05.