Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

28. fundur 10. október 2016 kl. 13:00 - 14:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.

Málsnúmer 1602183Vakta málsnúmer

Formanni og sviðstjóra falið að ganga frá samningum vegna borholu og við landeiganda Hverhóla um leigu á landi. Í framhaldi verður boðað til íbúafundar um hitaveituvæðingu.

2.Hitaveitulögn að Barði í Fljótum.

Málsnúmer 1608127Vakta málsnúmer

Sviðstjóra falið að ganga frá samningi vegna hitaveitulagnar að Barði í Fljótum.

3.Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Skagafjarðar

Málsnúmer 1603182Vakta málsnúmer

Farið var yfir ljósleiðaravæðingu í dreifbýli í Skagafirði.

Sett verður af stað vinna við að hanna og kostnaðargreina ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í sveitarfélaginu.

Ákveðið að fá fulltrúa frá Mílu á næsta fund nefndarinnar.

4.Fyrirspurn um hitaveitu á Efribyggð

Málsnúmer 1610019Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá íbúum í Efribyggð vegna möguleika á hitaveitutengingum í Efribyggð.

Verið er að vinna að kostnaðargreiningu á þeim svæðum í Skagafirði sem liggja utan núverandi 5 ára framkvæmdaáætlunnar.

Stefnt er á að ljúka þeirri vinnu á næstu vikum og tillögu að framkvæmdaáætlun um áramót.

5.Hitaveita í Fljótum 2015 og 2016

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Vinnu við lagningu hitaveitu í Fljótum lýkur á næstu dögum.

6.Nýr vatnstankur á Gránumóum

Málsnúmer 1602182Vakta málsnúmer

Framkvæmd við nýjan vatnstank hefur þegar sannað gildi sitt, því í núverandi sláturtíð hefði einn tankur ekki annað þörfum.

Vinna við að tengja sandsíur í lokahúsi vatnstanks er hafin.

Fundi slitið - kl. 14:50.