Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

15. fundur 16. mars 2015 kl. 15:00 - 16:50 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarveitna

Málsnúmer 1502197Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir tillögur að breyttri gjaldskrá.
Unnið verður áfram að breytingum á gjaldskrá fyrir næsta fund.

2.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Farið var almennt yfir stöðu mála vegna hitaveituframkvæmda í Fljótum.

3.Vatnsveita á Steinsstöðum - erindi frá Friðriki Rúnari Friðrikssyni

Málsnúmer 1503103Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Friðriki Rúnari Friðrikssyni, Laugarhvammi, varðandi möguleika á að Skagafjarðarveitur taki yfir þjónustu vegna vatnsveitu í landi Laugarhvamms, í alls 13 hús.
Sviðsstjóra falið að hefja viðræður við Friðrik Rúnar um vatnsveitu í landi Laugarhvamms.

4.Styrkur vegna krabbameinsleitar - Kiwanisklúbburinn Drangey

Málsnúmer 1503101Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir styrkbeiðni frá Kiwanisklúbbinum Drangey þar sem óskað er eftir styrk vegna forvarnarverkefnis gegn ristilkrabbameini.
Veitunefnd vísar erindinu til byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 16:50.