Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

6. fundur 08. maí 2014 kl. 15:00 - 16:35 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Úlfar Sveinsson varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Gísli Sigurðsson varam.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Björn Rögnvaldsson, verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn.

1.Skoðun hitaveitukosta í Skagafirði

Málsnúmer 1312140Vakta málsnúmer

Undanfarin misseri hefur verið unnið að skoðun hitaveitukosta á þeim svæðum sem ekki hafa enn tengst heitu vatni í Skagafirði. Verkfræðistofan Stoð var fengin til að grófhanna lagnaleiðir og gera kostnaðaráætlanir á þessum svæðum og í framhaldi var unnið mat á arðsemi hvers svæðis fyrir sig. Ástæða fyrir þessari vinnu er aukin áhugi og þrýstingur frá íbúum í dreifbýli ásamt því að Orkustofnun hefur óskað eftir því að allar hitaveitur á landinu skili inn framkvæmdaáætlun næstu ára svo hægt sé að meta fjárþörf til niðurgreiðslna á húshitunarkostnaði og eingreiðslna til hitaveitna vegna hitaveituvæðingar.
Veitunefnd leggur til eftirfarandi framkvæmdaáætlun til 5 ára vegna áframhaldandi hitaveituvæðingar dreifbýlis i Skagafirði:

2015: Lögð hitaveita í austur Fljót frá Haganesvík að Brúnastöðum og Skeiðsfossi. Jafnframt verði skoðuð stækkun hitaveitu frá Lambanes-Reykjum að Lambanesi og Lambanesás í samráði við hlutaðeigandi.

2016 til 2017: Lögð hitaveita í Lýtingsstaðahrepp frá Goðdölum að Brúnastöðum ásamt lagningu hitaveitu í Dalspláss.

2018 til 2019: Lögð hitaveita frá Hofsósi um Óslandshlíð að Neðri Ási, Viðvík og Lóni.

Forsenda þess að ofangreind áætlun gangi eftir er að meirihluti íbúa á hverju svæði taki inn heitt vatn á framkvæmdatíma og geri þar með framkvæmdina mögulega. Jafnframt er áætlunin háð samþykki sveitastjórnar fyrir hvert fjárhagsár.

2.Lán Orkusjóðs vegna borunnar við Kýrholt

Málsnúmer 1405036Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar svar Orkustofnunar við bréfi frá Skagafjarðarveitum þar sem óskað var eftir niðurfellingu á endurgreiðsluskyldu Skagafjarðarveitna af veðskuldabréfi jarðhitaleitarláns vegna jarðborunar við Kýrholt.
Erindi Skagafjarðarveitna um niðurfellingu er hafnað.
Veitunefnd harmar niðurstöðuna og óskar eftir því að kannað verði hvort fordæmi séu fyrir sambærilegri afgreiðslu.

3.Vatnsbúskapur - Sauðárkróki

Málsnúmer 1403058Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar skýrsla frá ÍSOR vegna vatnsveitu á Sauðárkróki.
Í skýrslunni er fjallað um ráðstafanir og úrbætur til að auka neysluvatnsöflun á Sauðárkróki.
Til skemmri tíma litið er mælt með að gera verkfræðilega úttekt á miðlunarþörf vatnsveitunnar ásamt borun á tveimur dæluholum í Skarðsdal og einni tilraunarholu á Nöfum.
Undirbúningsvinna vegna byggingar miðlunartanks er hafin og veitunefnd er sammála um að stefnt skuli að byggingu hans á næsta ári.

4.Lánssamningur milli Arion banka hf. og Skagafjarðarveitna - hitaveitna

Málsnúmer 1403356Vakta málsnúmer

Lagður var fram til samþykktar lánssamningur að upphæð 44.217.209.- kr milli Arion Banka og Skagafjarðarveitna - hitaveitu vegna myntbreytingar eldra láns við bankann.
Samningurinn var samþykktur.

5.Fyrirspurn um hitaveitu að Silfrastöðum

Málsnúmer 1404249Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar erindi frá Jóhannesi Jóhanssyni vegna hitaveitu að Silfrastöðum í Akrahreppi.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram í samvinnu við hreppsnefnd Akrahrepps.

6.Hofsstaðapláss hitaveita - nýframkvæmd 2014.

Málsnúmer 1401333Vakta málsnúmer

Staða framkvæmda við lagningu hitaveitu í Hofsstaðapláss kynnt. Plægð var lögn yfir Eystri Héraðsvötn þann 22. apríl sl. og gekk sú framkvæmd vel.
Verktaki mun byrja að plægja niður lagnir nú í vikunni.

7.Jarðhitakerfi Varmahlíðar - úttekt

Málsnúmer 1405034Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar kostnaðaráætlun frá ÍSOR vegna kortlagningar jarðhitakerfis í Varmahlíð.
Veitunefnd leggur til að fá ÍSOR til að vinna úttekt á jarðhitakerfinu.

8.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar drög að fjölskyldustefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Fundi slitið - kl. 16:35.