Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

78. fundur 11. október 2000 kl. 13:00 - 15:40 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar

Fundur 78 - 11.10.2000

 

Ár 2000, miðvikudaginn 11. október kl. 1300 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

           

Mætt voru:

            Stefán Guðmundsson

            Sigrún Alda Sighvats

            Árni Egilsson

            Örn Þórarinsson

            Helgi Thorarensen

            Hallgrímur Ingólfsson

            Sigurður H. Ingvarsson

            Jón Örn Berndsen

 

Dagskrá:

  1. Sauðárkrókur - umferðarmál.
  2. Árgerði í Sæmundarhlíð - Umsókn Eymundar Jóhannssonar og Friðbjörns Jónssonar um lagningu vegslóða.
  3. Hraun í Fljótum - Umsókn Péturs Kr. Guðmundssonar um breytta notkun á húsnæði og umsókn um leyfi til að fjarlægja gömul hús.
  4. Umsókn um löggildingu - Blikksmiðjan Vík í Kópavogi sækir um staðbundna löggildingu fyrir þrjá iðnmeistara sem blikksmiði.
  5. Umsókn um löggildingu - Sigtryggur P. Sigtryggsson sækir um staðbundna löggildingu sem blikksmiður.
  6. Önnur mál

 

Stefán Guðmundsson formaður setti fund og bauð velkomna gesti fundarins, Ríkarð Másson, sýslumann, Birgi Hreinsson, lögreglumann og Árna Ragnarsson, skipulags­arkitekt, áður en gengið var til dagskrár.

 

Afgreiðslur:

1. Umhverfis- og tækninefnd hafa borist tillögur sýslumanns, Ríkarðs Mássonar, um breytingar á hámarkshraða og bætta notkun umferðarmerkja í Sauðárkróki. Eru þær, ásamt ástandi umferðarmála í Sauðárkróki, á dagskrá þessa liðar.

Formaður gaf Árna Ragnarssyni, skipulagsarkitekt, orðið og útskýrði hann gatnakerfi bæjarins eins og það er í aðalskipulagi. Að því loknu var farið í skoðunarferð um Sauðárkrók, gatnakerfið og umferðarmannvirki skoðuð.

Að lokinni skoðunarferð var sest til fundar aftur og málin rædd. - Ákveðið að bregðast strax við og bæta umferðarmerkingar.

Nú viku af fundi Ríkarður Másson, Birgir Hreinsson og Árni Ragnarsson. 

 

2. Eymundur Jóhansson og Friðbjörn Jónsson óska eftir heimild nefndarinnar til að leggja vegslóða frá Sæmundarhlíðarvegi að landspildu Friðbjörns og Önnu Þórunnar Egonsdóttur og þaðan upp á brúnir. Meðfylgjandi erindinu er loftmynd,

yfirlitsmynd, er sýnir staðsetningu vegslóðans, einnig umsögn Vegagerðarinnar og næstu nágranna. - Erindið samþykkt.

 

3. Pétur Kr. Guðmundsson, eigandi jarðarinnar Hraun I og II í Fljótum, óskar heimildar til að fjarlægja votheysturn, byggðan 1961, sumarhúsið Sunnuhvol, byggt 1940 að Hrauni I og  blásarahús, byggt 1975 að Hrauni II. Þá er óskað eftir breyttri notkun gamla íbúðarhússins, úr íbúð í sumarhús, en sem slíkt er það notað. - Erindið samþykkt.

 

4. Blikksmiðjan Vík ehf. sækir um staðbundna löggildingu eftirtalinna meistara sem blikksmíðameistarar í umdæminu. Þeir eru:  Eyjólfur Ingimundarson kt. 220649-4589, Guðmundur Ingimundarson kt. 120653-2889 og Einar Egilsson kt. 211154-7999. Meðfylgjandi gögn eru Ljósrit af meistarabréfum, útgefnum fyrir 1. janúar 1989, vottorð um viðurkenningu í öðrum byggingarnefndarumdæmum, listi yfir unnin verkefni frá stofnun fyrirtækisins 1985 og sýnishorn af löggildingu.

 - Erindið samþykkt

 

5. Sigtryggur Páll Sigtryggsson kt. 180759-2049 sækir um staðbundna löggildingu sem blikksmíðameistari í umdæminu. Meðfylgjandi gögn eru ljósrit af meistarabréfum, útgefnum fyrir 1. janúar 1989 og vottorð um viðurkenningu í öðrum byggingarnefndarumdæmum. - Erindið samþykkt

 

6. Önnur mál.

a)  Nýlendi - Sólveig Þorvaldsdóttir, Brekkutúni 9, Sauðárkróki sækir um leyfi til að fjarlægja sumarhús af lóð sinni að Nýlendi. Sumarhúsið skemmdist mikið í bruna og er talið ónýtt. - Erindið samþykkt.

b) Helgi Thorarensen upplýsti að Jóhann Svavarsson, fulltrúi Skagafjarðarlistans, taki að nýju sæti sem aðalmaður í nefndinni frá og með næsta fundi. Helgi verður þá varafulltrúi eins og var.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1540

 

Stefán Guðmundsson                         Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                  Sigurður H. Ingvarsson

Sigrún Alda Sighvats                           Hallgrímur Ingólfsson

Árni Egilsson

Helgi Thorarensen