Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

76. fundur 06. september 2000 kl. 14:00 - 16:40 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar

Fundur 76 – 06.09.2000

 

            Ár 2000, miðvikudaginn 6. september kl. 1400 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Helgi Thorarensen, Óskar S. Óskarsson, Sigurður H. Ingvarsson, Jón Örn Berndsen.

 

Dagskrá:

  1. Sauðárkrókur - Umferðarmál
  2. Hólakot,  Reykjaströnd. - Umsókn um utanhússklæðningu.
  3. Krókaleiðir. - Umsókn um leyfi fyrir aðstöðuhúsi.
  4. Eyhildarholt. - Landskipti.
  5. Hamraborg, Hegranesi. - Umsókn um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum af bílgeymslu.
  6. Messuholt, Borgarsveit. - Umsókn um leyfi til að byggja við vélaverkstæðið.
  7. Borgarmýri 1. - Umsókn um leyfi til að breyta áður samþykktri teikningu af húsinu.
  8. Nýtt sorpurðunarsvæði í Skagafirði. - Deiliskipulag.
  9. Akurhlíð 1. - Bréf Einars Sigtryggssonar, dags. 05.08.2000.
  10. Bréf Helga Gunnarssonar v. lýsing í Varmahlíð.
  11. Fundarboð, fundur Náttúruverndar ríkisins og Náttúruverndarnefndar.
  12. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf Ríkarðs Mássonar varðandi umferðarmál. - Samþykkt að óska eftir fundi með sýslumanni og yfirlögregluþjóni um umferðarmál í Skagafirði.

 

2. Hólakot, Reykjaströnd. - Pétur Guðvarðarson sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið með Steniplötum. - Samþykkt.

 

3. Krókaleiðir. - Þorvaldur Steingrímsson sækir um leyfi til að reisa "kofa" og koma fyrir 40 feta gámi á grunni, sem er á gamla skíðasvæðinu í Tindastóli. - Afgreiðslu frestað. Óskað er fullnægjandi gagna.

 

4. Eyhildarholt, landskipti. - Árni og Bjarni Gíslasynir óska eftir að Umhverfis- og tækninefnd heimili fyrir sitt leyti að skipta upp jörðinni Eyhildarholt I samkvæmt meðfylgjandi landamerkjabréfi yfir skipti á jörðinni Eyhildarholt I. Meðfylgjandi eru uppdrættir gerðir af Hólaskóla og Landgræðslu ríkisins, dags. í júlí 2000. - Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

5. Hamraborg, Hegranesi. - Þórdís Jónsdóttir og Hannes Friðriksson sækja um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum af bílgeymslu. Framl.teikning gerð af Mikael Jóhannessyni, Akureyri. - Erindið samþykkt.

 

6. Vélaþjónustan, Messuholti sækir um leyfi til að byggja við verkstæðið í Messuholti. Framl. teikning gerð af Mikael Jóhannessyni, dagsett í júlí 2000. - Erindið samþykkt.

 

7. Borgarmýri 1. - Trésmiðjan Borg sækir um leyfi til að byggja ofan á húsið samkvæmt framlögðum teikningum frá Teiknistofu A.V.J. í Kópavogi. - Erindið samþykkt.

 

8. Nýtt sorpurðunarsvæði í Skagafirði. - Deiliskipulag. Lagðir fram minnispunktar frá almennum kynningarfundi um matsáætlun í Höfðaborg, Hofsósi 23. ágúst 2000. - Samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á svæðinu. Byggingarfulltrúa falið að semja við Lendisskipulag um deiliskipulagsvinnu.

 

9. Akurhlíð 1. - Bréf Einars Sigtryggssonar, dagsett 5. ágúst 2000, tekið fyrir. - Umhverfis- og tækninefnd samþykkir vegna þessa að ítreka bókun sína frá 16. febrúar sl. vegna færslu á Sæmundarhlíðinni.

 

10. Bréf Helga Gunnarssonar, Birkimel 10, dagsett 3. ágúst 2000, tekið fyrir. Þar er óskað eftir bættri lýsingu við Birkimel í Varmahlíð. - Tæknideild falið að vinna að málinu.

 

11. Náttúruverndarþing - fundur Náttúruverndarnefndar í Hornafirði dagana 22. og 23. sept. n.k. - Samþ. að senda einn fulltrúa.

 

12. Önnur mál: 
a) Háahlíð 7, Sauðárkróki. Jón E. Friðriksson endursækir um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið nr. 7 við Háuhlíð. Áður samþ. 29.09.1994.

 - Erindið samþykkt.

b) Birgðageymar Olíufélagsins í Varmahlíð.

- Samþykkt að heimila Olíufélaginu endurnýtingu á birgðatönkum sínum í Varmahlíð í samræmi við erindi, dags. 16. maí 2000. Jafnframt samþykkt að  óska eftir viðræðum við K.S., Búnaðarbankann og Vegagerðina um skipulag á svæðinu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16,40

 

Stefán Guðmundsson                                   

Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                

Sigurður H. Ingvarsson

Sigrún Alda Sighvats                       

Óskar S. Óskarsson

Árni Egilsson

Helgi Thorarensen