Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

72. fundur 05. júlí 2000 kl. 13:00 - 15:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 72 – 05.07.2000

 

            Ár 2000, miðvikudaginn 5. júlí kl. 1300 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Ingibjörg Hafstað, Sigurður H. Ingvarsson, Jón Örn Berndsen og Óskar Óskarsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Aðalskipulag Hólum í Hjaltadal - bréf Skúla Skúlasonar skólameistara dags. 3. júlí 2000.
  2. Efribyggðarvegur, Kolgröf, Skagafjarðarvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi - Vegagerð ríkisins.
  3. Grundarstígur 22, Sauðárkróki - breytingar á íbúðarhúsi og bílgeymslu - Árni Kjartansson arkitekt fh. félagsmálaráðuneytisins.
  4. Erindi frá byggðarráði - bréf Hafsteins Oddssonar.
  5. Umsókn um lagningu ljósleiðara á Sauðárkróki - Fjölnet ehf.
  6. Hafragil, Skagafirði - umsókn um utanhússklæðningu og lagfæringu á húsinu.
  7. Drekahlíð 3, Sauðárkróki - umsókn um leyfi til utanhúss breytinga og breytinga á bílgeymslu.
  8. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Erindi varðandi breytingar á samþykktu aðal- og deiliskipulagi af Hólum í Hjaltadal, samþ. 29.05.1998.  Teikningar gerðar af Birni Kristleifssyni arkitekt. Samþykkt að auglýsa breytinguna.

 

2. Erindi Gunnars H. Guðmundssonar fh. Vegagerðarinnar varðandi legu Efribyggðarvegar. Fyrir liggur umsögn Náttúruverndar ríkisins, Skipulagsstofnunar og landeigenda. Erindið samþykkt.

 

3. Grundarstígur 22. Sótt er um breytta notkun á húsinu úr hefðbundnu einbýlishúsi í skammtímavistun fyrir fatlaða. Jafnframt er sótt um breytingar á húsnæðinu inni og viðbyggingu utanhúss. Teikningar gerðar af GLÁMU-KIM undirritað af Árna Kjartanssyni arkitekt.  Erindið samþykkt.

 

4. Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir hús á hjólum til 23. september árið 2000, samkvæmt beiðni Hafsteins Oddssonar.

 

5. Erindi Fjölnets ehf. dags. 20.06.2000. Miklar umræður. Samþykkt að fresta málinu og óska eftir nánari teikningum af fyrirhugaðri lagnaleið um bæinn.

 

6. Endurbætur á gamla íbúðarhúsinu að Hafragili í Laxárdal. Umsókn Margrét Viggósdóttir fh. Laxár ehf. Erindið samþykkt.

 

7. Erindi Sigurðar H. Ingvarssonar og Berglindar Ragnarsdóttur. Breytingar á íbúðarhúsnæði og bílskúr ásamt byggingu tengigangs milli íbúðarhúss og bílskúrs. Teikningar gerðar af Stoð ehf.  Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðs.  Erindi samþykkt.

 

8. Önnur mál.

a)  Bréf Páls Dagbjartssonar fh. Flugu hf. þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir reiðhöll á lóð félagsins við Flæðigerði. Ekki liggja fyrir fullnægjandi teikningar af byggingunnni og afgreiðslu því frestað.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 1500.

 

Stefán Guðmundsson                                                Óskar Óskarsson

Árni Egilsson                                                             Jón Örn Berndsen

Ingibjörg Hafstað      

Gísli Gunnarsson       

Örn Þórarinsson